Dvöl - 01.09.1937, Blaðsíða 22

Dvöl - 01.09.1937, Blaðsíða 22
284 D V ö L ið nú daglega færir þeim inn á sjálf heimilin? En við nánari at- hugun hygg ég þó, að finna megi nokkra afsökun fyrir þessu tóm- læti almennings nú. Viðtækin eru enn of óvíða, einkum í sveitunum. Ut um landið víða nokkrir örðug- leikar að ná í kennslubækur nema með löngum fyrirvara, en síðast og ekki sízt, vantandi skipulags- bundna starfsemi í þá átt að hvetja unglingana og hjálpa þeim til að hagnýta sér þessa nýjung á kennslusviðinu, sem útvarpið er. Á þessu þarf að ráða bót. Og hér gætu fræðsluskólar á sunnudögun- um komið að ágætu liði. Forstöðu- maður slíks. skóla mundi safna nemendum að haustinu og útvega þeim þær námsbækur, er útvarpið notar við kennsluna. Og áhugan- um á útvarpsnáminu yrði svo hald- ið vakandi með því að fara með nemendunum í sunnudagaskólun- um yfir þá kafla, er útvarpskenn- arinn hefði haft til meðferðar um vikuna, hið torskildasta rifjað upp og skýrt á ný og meira heild- aryfirlit gefið yfir námsefnið. Á þenna hátt virðist mér að útvarp og sunnudagaskóli gætu stutt hvort annað, og á ódýran og hag- kvæman hátt stuðlað að aukinni menningu þjóðarinnar og hollari og heilnæmari notkun sunnudags- ins fyrir æsku landsins. Ég bendi á þetta sem leið, er mér virðist fyllilega þess verð að sé rækilega athuguð, og . tijraunir gerðar til þess að skera úr því, hvort hún sé fær og heppileg. En það eru einnig til óteljandi fleiri leiðir og fleiri möguleikar til þess að gjöra sunnudaginn skemmtilegri, hollari, bjartari og betri en nú er hann. Er til nokkur gróðrarstöð í sveitinni þinni eða í kauptúni, sem þú býrð í? Er til trjágarður við bæ þinn eða hús? Fátt er meiri prýði á heimili en smekklegur og vel hirtur skrúð- garður, og fátt veitir manni jafn- heilbrigða nautn og hreina ánægju eins og að annast slíkan stað, prýða hann og hlúa að honum. Hér er mjög tilvalið sunnudagastarf að sumrinu og ég vil segja sunnudaga- skemmtun fyrir unga fólkið að. koma slíku á fót og annast um það. Hvernig er það með kirkjugarð- inn hjá ykkur ? Er hann ekki í van- hirðu? Væri nú ekki þarft verk og gott að taka sig til einhvern sunnudaginn mörg saman og laga hann og prýða? Er nokkur garður í sambandi við barnaskólann hjá ykkur, þar sem skólabörnin geta að vori og sumri sjálf numið í verki frum- atriði matjurta- og garðræktarinn- ar? Skólanefndir og hreppsnefnd- ir eru víða seinar til slíks fram- taks. En ef þið sjálf eruð sannfærð um, að þetta sé nauðsynlegtverkog gott, og ég veit, að svo muni verða, ef þið bara hugsið um það, því þá ekki að taka sig saman einhvern
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.