Dvöl - 01.09.1937, Blaðsíða 24

Dvöl - 01.09.1937, Blaðsíða 24
286 D V 0 L Sálin hennar Eftir Pétur Benteinsson frá Grafardal Það er úrsvalur vindblær af hafi og öldurnar vagga mér í landátt. En mér er lítið gefið um þá stefnu. Ég þekki svo kosti þessa lands, að ég vænti mér þar lítillar hamingju, meðan skammdegisnóttin hylur það væng sínum og hríðin faldar það hvítu frá efstu tindum að fjöruborði. Ég veit, að nú er hljótt yfir vötnunum bláu og víðimýrin falin undir svellum og lausamjöll. Og himininn kvaddi mig svo dap- ur á svip, þegar ég lagði frá ströndinni um véturnætur; hann kvaddi mig og leið inn í þokuheim- inn svo angistarlegur og þögull, að ég get varla hugsað mér stjörnur hans brosa, meðan klakinn er einn fyrir sjónum þeirra. Það er vet- ur yfir landinu þarna norðurfrá, yfir sumarlandinu mínu fagra. Ég vaggast á öldunum suður í hafi. Vindurinn er að snúast og innan stundar munu bylgjurnar flytja mig suður á bóginn, fjarlægja mig landinu duttlungafulla. -----:--Veturinn líður og vor- ið kemur með sólskin og sunnan- vind. Bárurnar mýkjast og sól- blærinn hvíslar að mér sögum frá landinu mínu; hann er að flýta sér þangað norður til að leiða himin- inn á ný út úr þokuhjúpnum og leysa drómann af heiðavötnum og mýrarsundum. Hann fer á undan mér, á hlið mér og á eftir mér, eins og endalaust hafið. Hann lokkar mig og hrindir mér áfram í norð- urátt, í áttina þangað, sem landið bíður mín í tign sinni, fegurð og mýkt. Og öldurnar vagga mér upp að ströndinni, upp í sandinn með lón- um og ósum. Það er sólskin á -n gnúpnum að austan, en regn yfir heiðinni vestanmegin. Ylur sands- ins fer eins og draumljúfar kennd- ir um líkama minn og sílið buslar í lóninu framundan, sílið, sem inn- an stundar verður hátíðaréttur minn. Ég lyfti vængjum og litast um. Félagar mínir af hafinu þekja sandinn á allar hliðar. Ég hefi litla eftirtekt veitt þeim að undanförnu. Þeir hafa dottað á öldunum eins og ég, meðan veturinn svæfði hverja þrá. Þegar vorið kallaði, voru þeir bornir af sömu löngun * í norðurátt. f skauti landsins vakna þrárnar á ný, þrárnar til að njóta og skapa. Ég lyfti vængjunum til flugs, og allur hópurinn gerir það sama. Áfram til norðurs yfir byggðir og fjöll, inn á heiðar til vatnanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.