Dvöl - 01.09.1937, Blaðsíða 30

Dvöl - 01.09.1937, Blaðsíða 30
292 D V Ö L furðu vel. I smávegis gildum þarna á hótelinu hafði hann kynnzt þeim, í hófum, þar sem frúrnar höfðu ekki verið með. Eftir að vínið hafði losað þeim um tungu- takið bar margt á góma, sem ekki var allt sem prúðast. Jafnvel nöfn á konum, sem þeir vildu ógjarn- an láta sjá sig með, hrutu þá af vörum þeirra, og sín á milli ræddu þeir hispurslaust einkamál, sem jafnvel náðu ekki til allrar fjöl- skyldunnar. Það var margt und- arlegt. En yfirþjónninn var ekki til fyrir þeim. Hann afgreiddi og bar á borð: — Gerið svo vel! — Takk! Aldrei stund til þess að draga andann, eða hvíla fæturna. Fæt- urnir voru kannske það þreytt- asta. Sífelld hlaup milli salsins og afgreiðslunnar. Á kvöldin voru fætumir bólgnir, svo að erfitt var að ná af sér skónum. Hofmeistarinn gekk framhjá þungum, vaggandi skrefum. Hann gaf Rundström og öðrum þjóni bendingu um að beðið væri eftir afgreiðslu hinumegin í salnum. Rundström yfirþjónn flýtti sér þvert yfir gólfið. Þótt hann viki úr vegi fyrir sérhverjum, komst hann ekki hjá því að vera snertur af berum, mjúkum öxlum og mjó- ir skóhælar snertu tær hans. Ilm- ur fegurðarlyfja barst að vitum hans. Inni í þessari hringiðu gat hann næstum ímyndað sér, að hann væri einn af dansendunum. Hann var líka í kjól og með hvítt brjóst. Hann vantaði aðeins konu við arminn. Undir hendi hans var hvítur pentudúkur með slettu af humarsósu. Það var allur munur- inn. Það var hans stéttarmerki, eins og gylltu böndin og orðurnar á herramönnunum. Hann kenndi þorsta, þegar hann leit yfir dúkuð borðin. Skál- ar með ávöxtum, víð, glóandi glös. Hví skyldi hann ekki bera þessar skálar að vörum sínum, drekka, drekka. Skyldi heimurinn þá ekki fá annan svip. Gólfið mundi bylgj- ast undir fótum hans, hann myndi lyftast upp og svífa yfir höfðum þeirra, sem dönsuðu. — Nei, hann átti að afgreiða. — Gerið svo vel! — Takk! Hneiging. — Gerið svo vel! — Takk! Bjóða og troða í offulla maga og óskýr höfuð. Það gat gert hvern meðalmann ærðan. Nú var það kampavín, sem hann hellti í glas. Kampavín, það átti að vera svo hollt fyrir sjúklinga. María, María! Meðan hann hellti í glas borgarstjórafrúarinnar fannst honum sem hann tæki drykkinn frá vörum Maríu, litla hvíta hönd- in hennar teygði sig eftir glasinu. Hann leit niður á breiðan barm frúarinnar. Hún var feit eins og aligæs. Heimsk og feit gæs. — Hvarmar hans tóku kippi. Hann hneigði sig og bauð vínið. Hann varð að hneigja sig og beygja eins og betlari. Betlari, sem aðeins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.