Dvöl - 01.09.1937, Blaðsíða 35

Dvöl - 01.09.1937, Blaðsíða 35
D V Ö L 297 farið. Nú flaug það víst í draum- um sínum um víða veröld. Úr næsta herbergi heyrði hann allt í einu reiðilegar, hálfkæfðar raustir. Það voru maður og kona, sem yrtust á ónotum á sjálfri há- tíðinni. Hann vissi hver þau voru, stórkaupmaður, sem komið hafði fyrri hluta dagsins, með háa dökk- hærða konu, sem bar rauðan hatt eins og hjálm ofan á svörtu, gljá- andi hárinu. Þau voru skrifuð: stórkaupmaður Abelson og frú. Það skrifa þeir alltaf. En hún hafði engan hring! Á hverju hóteli kemur margt fyrir. Nú var sú dökkhærða í vondu skapi. Líklega vildi hún fara niður og dansa við ungu liðsforingjana. Stórkaup- maðurinn var lítill og feitur. Yfirþjóninn langaði til þess að berja í vegginn og minna þau á, að til væru fleiri innan hótelveggj- ana en þau tvö. En hann hætti við það. Hann leit enn einu sinni á sofandi barnið og læddist út úr herberginu. I sama bili opnuðust dyrnar á næsta herbergi og sú svarthærða hentist út. Hún var nærri fallin beint í fangið á Rundström. — Fyrirgefið, sagði hún. Ég hefi hringt, en enginn svarað. — Færið mér heitt vatn. — Ég skal undir eins, svaraði Rundström. — Fólkið er niðri við nýársdansleikinn. Hann sagði þetta bara til þess að fá tækifæri til þess að sjá hana betur. Hún var reið. Andlitið var afmyndað. Hún tók viðbragð, þeg- ar hann nefndi nýársdansleikinn. Þegar Rundström kom aftur með heita vatnið, sat stórkaup- maðurinn auðmjúkur framan við lítið reykborð. Konan stóð við spegil og sneri baki að þeim, með vasaklútinn fyrir munninum. Yfirþjónninn fann að loftið var þungt. I speglinum mætti hann augum hennar sem snöggvast. Þau voru þrungin hatri. Hann fór út aftur í skyndi. Nei, það var margt sem amaði að. Jafn- vel peningar gátu ekki bætt allt. Niðri í salnum var enn dansað. Hann sá ungfrú Löfkvist og mundi eftir bifreiðinni. Tíminn nálgaðist. Hann hafði frelsað eitt mannslíf, og nú skyldi hann hjálpa ungfrú Löfkvist til þess að verða ham- ingjusöm. Hann gleymdi frakkanum sín- um og fór út eins og hann stóð. Á torginu náði hann í bifreið, sett- ist inn í hana og ók að litlu dyr- unum, sem talað hafði verið um. Hann hló þunglyndislega, þegar hann fann gúmmíhjólin snúastund- ir mjúkum sætunum. Hér myndu þau tvö ungu sitja og kyssast. Hér myndi hann lofa að vernda hana alla æfi. Alla æfi, já, ef bifreiðin rækist ekki á eða unga stúlkan of- kældist ekki og fengi lungnabólgu. Enginn veit, hvað fyrir kann að koma, svo mikið er víst. Yfirþjónninn sat kyrr, þar til dyrnar opnuðust og unga fólkið kom út. Þá stökk hann út og hélt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.