Dvöl - 01.09.1937, Blaðsíða 37

Dvöl - 01.09.1937, Blaðsíða 37
D V ö L 299 Hversvegna urðu íslendingar strádauða á Grænlandi? Eftir Á r n a Ó I a Framh. íslendingar á Grænlandi voru svo sem ekki á neinni eyði ey og þess vegna dauðadæmdir ef sigl- ingar brugðust. Þeir höfðu búið þannig um sig, að þeir gátu verið sjálfum sér nógir, ef annað brást. Og sé borin saman afstaða þeirra og Skrælingja um þetta leyti, þá er ekki gott að segja, hvorir voru hæfari til þess að heyja lífsbaráttuna á Suður-Græn- landi, eða hvorir höfðu betri skil- yrði til þess að hagnýta sér þau gæði, sem landið hafði að bjóða. Islendingar höfðu fleiri járn í eld- inurn. Þeir stunduðu kvikf járrækt og allskonar veiðiskap, en Skræl- ingjar urðu aðeins að treysta á selaveiðarnar. Og hvorugir voru líklegir til þess að geta breytt lifn- aðarháttum sínum. Á vorum dögum, það er e'gi lengra s'ðan en 1920, hvarf selur- inn svo að segja aigerlega frá suður trönd Grænlands. Ef danska stjórnin hefði ekki brugðið við þá þegar og látið Skrælingja taka upp þorskveiðar og lúðuveiðar-, og þar með gerbreytt lifnaðarháttum þeirra, mundi hafa farið illa fyrir þeim. Og ef önnur eins selaleysis- ár hefði komið fyrir 1400, þá mundu Skrælingjar ekki hafa get- að séð sér farborða. Þeir hefðu máske þraukað ein tvö ár, við sult og seyru, en síðan tekið sig upp og flutzt norður á bóginn, þangað sem meira var um veiðiskap. Þetta gátu Grænlendingar ekki gert, því að þeir voru staðbundn- ir vegna búskapar síns. I þessu lágu yfirburðir Skrælingja. Þótt Grænlendingar hefðu við fleiri bjargræðisvegi að styðjast heldur en Skrælingjar, þá tefldu þeir djarft tafl. Það þurfti ekki annað en að veðrátta breyttist lítilshátt- ar til hins verra, til þess að aðal- atvinnugrein þeirra, kvikfjárrækt- in væri í voða.--------- Fatnaðurinn, sem þeir dr. Nör- lund fundu í kirkjugarðinum í Herjólfsnesi 1921, var í freðinni jörð. Sumar flíkurnar voru svo, að þær voru nær nothæfar. Nú vita allir, að klæðnaður fúnar fljótt, þegar hann liggur í jörð, og þó þeim mun fyrr ef lík eru greftruð 1 honum. En það er jarðklakinn, sem hefir varðveitt þessa klæðn- aði á Herjólfsnesi. Það er líklegt,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.