Dvöl - 01.09.1937, Blaðsíða 42

Dvöl - 01.09.1937, Blaðsíða 42
304 Árið eftir sigldi hann þangað líka og þá fann hann þar á eyju nokk- urri gröf, þar sem margir menn lágu. Voru selskinn breidd yfir þá og lá kross ofan á. Sýnir það, að þetta hafa ekki verið Skrælingjar heldur kristnir menn. En þar sem Vestribyggð var lögð í. auðn 200 árum áður, getur tæplega verið um Grænlendinga að ræða. Líklegra er að þetta hafi verið skipshöfn af einhverju óþekktu skipi, sem hrak- izt hefir þangað. En þetta er sönn- un þess, að skip hafa getað siglt til Grænlands, eða orðið sæhafa þangað, á 15. öld, enda þótt ekk- ert fréttist um það í Evrópu. 1605 og 1606 sendi Kristján 4. skip til Grænlands, og með því má segja að Grænland væri fundið að nýju. En þegar hér var komið, héldu menn statt og stöðugt að Eystribyggð hefði verið á austur- strönd Grænlands og því var vest- urströndin ekki rannsökuð. Ár eft- ir ár voru nú gerðir út leiðangrar til Austur-Grænlands, en þeir báru engan árangur eins og nærri má geta. Hans Egede kom til Grænlands 1721 og ætlaði að prédika kristni fyrir Grænlendingum, sem sagt var að hefðu kastað trúnni. I stað þess varð hann kennimaður Skræl- ingja. Hann tók það allra sárast að geta ekki komizt til austur- strandarinnar, því að hann var viss um, að þar væru Grænlend- ingar! Það er eitthvað hugnæmt en þó D V Ö L hjákátlegt við hina aldalöngu leit að kynstofni, sem er aldauða, og að mönnum skilst það ekki fyrr en H. P. v. Eggers kom fram með það 1792, að Eystribyggð var ekki á austurströndinni, heldur þar sem nú er Julianehaabs-hérað. En þrátt fyrir það mun einhver von- arneisti um það að finna 'hinar fornu íslendingabyggðir, hafa lif- að í brjóstum margra hinna hug- prúðu norðurfara, sem hættu lífi sínu til þess að rannsaka austur- strönd Grænlands á 19. öld. En nú vitum vér, að um afdrif Grænlendinga verður að leita frétta af hinum dauðu. Pear! S. Buck. Frh. af bls. 278 Vestanvindur (Ivasl Wind W’esl Wind). Hún vakti ekki teljandi athýgli. Árið eftir kom út sagan The Good Earth, sem í íslenzkri þýðingu var nefpd (iott land. Sú saga vakti geysi- athygli, enda varðlaunasaga (hlaut Pu- litzerverðlaunin). í þessari sögu dreg- ur höf. fram skýrar myndir af Kínvarj- um og landi þeirra, slarfi þeirra og stríði, svo að lesandanum finnst, að hann sé staddur mitt á meðal ibúa þessa stóra lands í Austurálfu, sem nú or svo mjög á dagskrá. Síðan hefir hver bókin rakið aðra frá hendi frú Buek, og eru þær liver annari ágætari. „Ég vildi gjarnan verða þekkt, ekki vegna mín sjálfrar, heldur vegna bóka minna", sagði frú Buck eitt sinn. l>ossi óslc hefir rætzt. Viðsvegar um heim eru bækur hennar lesnar og dáð- ar, enda eru sögur hennar óvenju hugðnæmar og vel skrifaðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.