Dvöl - 01.09.1937, Blaðsíða 46

Dvöl - 01.09.1937, Blaðsíða 46
308 D V ö L „Jæja, einu sinni enn,“ sam- þykkti frú Benson þreytulega. Læknirinn brosti með sjálfum sér. Svona voru þeir allir, þessir sjúklingar. Því meir sem þeir nálg- uðust lausn vandamálsins, því á- kafar börðust þeir gegn meðferð læknisins. En hvað við elskum nú í rauninni heitt öll okkar mein og kvilla! „Jæja, á morgun þá“, sagði hann. Hann hringdi á hjúkrunarkon- una, og hún vísaði frú Benson til dyra. Svo kom hjúkrunarkonan aftur. „Konan yðar er hérna, lækn- ir. Hún er búin að bíða nokkurn tíma.“ „Gjörið svo vel að vísa henni hingað inn.“ Læknirinn hallaði sér aftur á bak og lagði hendurnar yfir aug- un. Sálkönnunin, ákaflega var hún nú skammt á veg komin! Á því stigi, sem hún var nú, mátti helzt líkja henni við handvefnað. Svo seinvirk og lýjandi fyrir sál- könnuðinn sjálfan. Mynda ívaf og uppistöðu úr öllum þessum marg- litu þráðum, finna út gerð skraut- rósanna og missa ekki samhengi þeirra . . . Dyrnar opnuðust og frú Kress- man kom inn. „Eugen, elskan mín, ósköp er að sjá, hvað þú ert þreytulegur á svipinn!“ Hann opnaði augun. Hún var dásamleg. Hún var ung, fögur og full áhuga og hrifningar. Læknin- um fannst allt í einu hann vera gamall. Gamall og uppgefinn, „Þetta hefir verið erfiður dag- ur,“ sagði hann. „Og ég hlakka til að eyða kvöldinu heima. Enginn jarðneskur máttur getur dregið mig út í kvöld.“ „Ó, Eugen! En hvað það var leiðinlegt. Ég vissi þetta ekki.“ „Vissirðu ekki hvað?“ „Að þú yrðir svona þreyttur. Ég þáði heimboð fyrir þína hönd.“ „Æ, ástin mín . . . !“ „Ég veit það. Ég hefði ekki átt að gera það. En heldurðu, vinur minn, að þú gætir nú ekki komið, bara í þetta eina skipti? Hr. New- man ætlar að hafa smá-gildi í vinnustofu sinni, og ég væri svo stolt af að hafa þig með mér og sýna þig.“ Hann brosti. Þessar næturhugs- anir hans voru bersýnilega sjúk- legir höfuðórar. Hana langaði í raun og veru til þess að hann kæmi með sér til þessa Newmans. Það var ekki laust við að hann blygð- aðist sín. „Ég get ómögulega far- ið, góða mín. En þú skalt þiggja heimboðið og sýna sjálfa þig. Ef það er nokkur snefill af listamanni í gestgjafanum, þá ætti það að vera meira en nóg handa honum.“ Hún gretti sig ofurlítið. „Ég vil ekki fara. Ekki nema þú komir líka.“ „Auðvitað ferðu, góða mín. Ég er viss um að þeim er mikið áhuga- mál að þú komir. Það er öllum áhugamál að hafa þig í návisf sinni. Náttúran hefir gert þig svo vel úr garði,“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.