Dvöl - 01.09.1937, Blaðsíða 58

Dvöl - 01.09.1937, Blaðsíða 58
b V ö L SVEN MOREN Það hafði verið dumbungsveður. Það var ekki við betra að búast. Rigning og þoka dag eftir dag. Vatnagangur og húsleki allsstað- ar. — Og mosinn í f jallahlíðunum varð úfinn ásýndum. Sældarbrauð var það ekki að ganga hér að ljánni með járntinda- hrífu í höndunum, stund eftir stund og dag eftir dag. Allt, sem hreyf c var við, níðangurs-þungt í vöfum. Menn runnu í spori, hvar sem piður var stigið. Þunnur gras- svörðurinn var eins og grænsápa. Og beitibuskinn, sem átti rætur í mosanum, fléttaði saman jarðlög- in og sleppti ógjarnan tökunum Það var hráslagakuldi. Þokan hentist áfram; hún skreið í gegn- um fjallaskörðin, læddist og sveikst að mönnum. Stundum sást í heiðríkju yfir fjallaskarði, eins og sólin væri að hugsa um að láta ljós sitt skína fyrir alvöru, en í sömu andránni steyptist þokan eins og foss ofan í skarðið. Og mönnum dimmdi fyrir augum, og það var eins og farg legðist yfir þá. Inger í Köldubrennu gekk ein síns liðs með hrífuna sína og ÞOKAN krafsaði með lienni. Hún vissi ekki, hvað orðið var af Jóhanni. Hann hafði mjakað sér lengra og lengra inneftir fjallinu, unz hann hvarf henni sjónum algerlega. Vísast hafoi hann fundið þefinn af kaff- inu hjá fólki Jóns eða Geirmund- ar. Hann gat verið lyktnæmur, þegar svo stóð á. — Og nú varð hún að standa hér alein og þræla, líkt og venjulega. Engum fannst hún víst of góð til þess. Hún sax- aði og safnaði að sér, þar til mos- inn lagðist blýþungur að fótum hennar. Og svo stóð hún í þessu rennblauta heyi upp fyrir hné, — Það var eins og það ætlaði að kæfa hana eða grafa lifandi. Þetta stöð- uga dimmviðri ætlaði aldrei að taka enda. Hráblaut fötin voru eins og mara. Þrældómur, sem aldrei vildi linna! Síðan um Jóns- messu hafði hún krafsað saman héyi og limi og mosa í skóginum og fjallinu. Og þó mundi verða sultur, þegar liði að vori. Nágrann- arnir gætu þá átt erindi milli bæja og til sýslumannsins. Hún svignaði undan þunga sín- um. Hana verkjaði í bakið og handleggina — allsstaðar! Gular
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.