Dvöl - 01.09.1937, Blaðsíða 59

Dvöl - 01.09.1937, Blaðsíða 59
D V 0 L 321 sólir fóru veltandi eftir fjallshlíð- inni; þær komu frá augum henn- ar og stækkuðu langt úti í þok- unni. — Þá hafði nú Jóhann rankað við sér aftur — líka hann. Þarna var hann, óravega burtu, undir Stórunýpu og krafsaði og klóraði, — eins og grá lús á skinnfeldi. — Hvað skyldi hann nú vera að hugsa? Hugsa? O, svei. Hann hugsaði aldrei neitt eða um neinn. Hann gekk alltaf sömu slóðina, aftur og aftur, hann þekkti ekkert annað, og ef til vill óskaði hann sér einskis annars fremur. Hún greip loppnum fingrunum um hrífuákaftið og krafsaði — þangað til gulu sólirnar fóru aftur að velta gegnum þokuna. Ef hann Jóhann hefði verið maður með mönnum, þá væri hún ekki hér núna. Þá hefðu þau ekki þurft að fletta mosanum af Gráfjalli inn- eftir öllum hlíðum. Hefði hann haft aðburði í sér til að afla nokk- urs í tæka tíð og manndóm til að láta ekki nágrannana vaða yfir höfuð sér, þá hefðu þau haft nóg fóður handa þessum tveimur kúm og sex geitum. Hún dróst út eftir fjallinu, þar til hún kom yzt í Hrísana. Þá var Köldubrennu-hverfið beint niður- undan — örsmáir bæir, sem lágu þétt uppi við fjallið og góndu vesaldarlega út á Kaldalónið. Allt var svo smálegt og þröngt, að hún hefði getað velt stórum steini ofan og molað allt draslið mélinu smærra. Eða þá velt mosadyngju yfir fólk- ið og kæft það . . . Já, því ekki það. Nú var tækifærið. Hafði hún nokkru að tapa? Var þar nokkur, sem henni þótti vænt um? Nei, og aftur nei! Aldrei framar á æfi sinni! Hún var fátæk kotkerling. En hún gat munað tvenna tíma. Áður fyrr átti hún gott heimili niðri í héraðinu, og hafði svo flutzt þaðan og hingað norður í baslið til hans Jóhanns, og jafnvel lagt sig fram til að gera þeim til hæf- is, Jóhanni, ættingjum hans og ná- grönnum. . . . En hver voru laun- in? Þeir höfðu kvalið hana öllum hugsanlegum kvölum frá því hún stóð upp af brúðarbekknum, þang- að til nú. Bara að hún hefði þá vit- að það, sem hún vissi nú! En það er sagt, að brúðaraugun séu blind. Ójá, víst voru þau það. Annar eins skarfur, grútarháleistur, eins og hann Jóhann! En að hún skyldi líta við honum. Hún gat þó valið um álitlegustu bændasynina í hér- aðinu. En það var þetta brúðkaup norður á Völlum. Þar var það, sem hún sá hann fyrst. Hann saug sig fastan eins og blóðsuga. Og svona líka rífandi kátur og fjörugur. Hún mundi vel eftir honum í dansinum og fallega hnakkanum og breiðu herðunum hans, brúnu augunum og hvern- ig hann renndi þeim. Skóhælarnir blikuðu á loftbjálkunum. — Stúlk- urnar voru ölvaðar af ofsakæti, þegar hann sveiflaði þeim í kring-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.