Dvöl - 01.09.1937, Blaðsíða 63

Dvöl - 01.09.1937, Blaðsíða 63
D V 0 L 325 ið lyftist og hneig og gekk í bylgj- um undir henni. — Var hún búin að fá ósk sína uppfyllta og gat nú troðið þokuna og skýin undir fót- um? Já. Nú sá hún það. Stór björg losnuðu hátt uppi og ultu niður í dalinn. — Hún mátti til að setjast og halda sér fastri. Hún sat lengi kyr, — þangað til Jóhann kom til að leita hennar. — Hvað er þetta, kona — er eitthvað að þér ? Hún svaraði engu orði. Hún batt betur að sér skýlunni og reis á fætur. — Þú ert þó líklega ekki búin að fá spönsku veikina? — Því gæti ég nú bezt trúað, svaraði hún. Hann náfölnaði. — Þá er víst kominn tími til þess, að þú hafir þig heim. Þokan fylgdi þeim niður eftir f jallshlíðinni og niður í skóginn. Ferðin gekk seint. Hún festi fæt- urna á steinum og kvistum. Fötin þvældust fyrir henni í skóginum, toguðu í hana og ætluðu að saga hana, sundur um mittið . . . Þegar þau komu að gráa hús- inu við bjálkagirðinguna, fannst þeim skakki reykháfurinn á þak- inu vera eins og gömul tröllskessa, sem reið húsinu. Hún sat þar hpk- in, ríðandi á mæninum, ruggaði sér og hossaði . . . Það ætlaði ekki að ganga slysa- laust að komast inn. Hurðin var mesta skrapatól. Eða var Inger hætt að geta borið fram fæturna? Hún sat á bekknum í hráköldum kofanum og einblíndi á gólfið. En hvað það var gamalt og grátt og slitið! Og þarna hafði hún kropið á fjórum fótum og þvegið í mörg herrans ár — þangað til brúnu kvistirnir voru farnir að teygja sig upp úr niðurlægingunni. Hún gat ekki horft lengur á þetta og sleit sig frá því. Jóhann. Þarna var hann á fjór- um fótum að skara í öskunni, til þess að geta kveikt upp. Það rann úr fötum hans. Það streymdu brúnir lækir út úr skónum. Henni fannst hún hefði aldrei séð það eins vel og nú, hvað hann var fá- tækur og aumur, hann var — næstum því eins og gólfið, sem hann kraup á. Loksins gat hann kveikt upp. En það hlýnaði ekki, heldur fór að rjika. Þarna sat hún. Fötin lögðust þyngra og þyngra að heitum líkama hennar. Það var eins og' þau ætluðu að merja hold frá beini. Hún skalf og tennurnar glömruðu í munninum. En liún sat kyrr. Vildi vita, hvort Jóhann byðist til að hjálpa henni, eða hann ætlaði að láta hana velta út- af á gólfið. Nú lét hann vatn á ketilinn, malaði kaffi, tíndi fram mat, reif hann í sig og kjamsaði. — Hm. Ha. Viltu ekki mat, kona?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.