Dvöl - 01.11.1937, Blaðsíða 4

Dvöl - 01.11.1937, Blaðsíða 4
330 D V 0 L Sóttin fór eins og logi yfir ak- ur, hún virtist spretta upp úr jörð- inni og falla eins og dögg af himnum ofan. Fólkið var gripið ó- stjórnlegum sótthita, svo að blóð- ið hljóp í kekki í æðunum. Það var eins og höfuðið væri inni í glóandi ofni, limirnir dofnuðu, meðvitundin sljóvgaðist og eitrað blóðið brauzt út í bláum ígerðum á hálsinum og í handkrikunum. Andlitsdrættirnir afmynduðust, svo að fólkið varð óþekkjanlegt, ráð og ræna truflaðist og að lokum gaf það upp andann eftir nokkurra stunda óþolandi kvalir. Undarleg og hræðileg atvik komu fyrir; ekkert virtist leng- ur ómögulegt. Eldrauðir hanar settust á trégrindurnar fyrir fram- an húsin og spáðu manndauðan- um með gali sínu. Sá, sem fyrstur kom auga á þá og minntist á þá einu orði, féll þegar í stað dauður til jarðar. Guð virtist með öllu hafa gleymt þeim reginmun, sem hann þó sjálfur af vísdómi sínum hafði gert á lénshöfðingjunum og hin- um ánauðugu leiguliðum. Drep- sóttin fór ekki í manngreinarálit og sýndi hvorki vægð né við- eigandi lotningu, þótt um væri að ræða göfug nöfn og aðalsmanna- blóð. Hávelbornir héraðshöfðingj- ar, jarðeigendur og riddarar, sem rakið gátu ættir sínar allt aftur til krossferða, létust jafn-skyndilega og fyrirvaralaust eins og aumustu vinnuhjú og daglaunamenn, aðrir í eikarhvílum, hinir á hálmbeði. Prestarnir hnigu niður í prédik- unarstólunum, þegar þeir voru að þruma ávítur sínar yfir hinum syndum spillta lýð, sem með vonzku sinni og óguðlegu líferni hafði kallað yfir sig refsinguna, hringjararnir féllu fyrir sigð dauð- ans, meðan þeir hringdu sálna- hringinguna fyrir þeim, sem látnir voru. Pað var engum vafa undir- orpið, að guð hafði vandlega lok- að gluggum og dyruni himnarík- is; aftur á móti stóðu port hel- vítis opin upp á gátt. Þegar fólkið hafði árangurslaust leitað verndar og huggunar í hinu heilaga sakramenti og við altari kirkjunnar, fór það að laumast með fórnir til fornhelgra blót- staða, til hinna heilögu eskitrjáa, þar sem menn forðum úthelltu mannablóði til þess að blíðka Taara. En hinir gömlu guðir al- þýðunnar voru dauðir, eða blind- ir og heyrnarlausir orðnir fyrir elli sakir. Éf engin hjálp fengist hjá Kristi, guðs eingetnum syni, þá hjálpaði ekki heldur Taara, guð alþýðunnar. En á næturnar gekk svolítið gráklætt mannkerti frá einum kof- anum til annars, frá einum herra- garðinum til annars. Sótugar eld- húsdyr fátæklingsins hrukku jafn- viðstöðulaust upp fyrir honum eins og koparslegnar hliðgrindur herramannsins, og með hinum oddhvassa staf sínum snart hann sofandi fólkið í hjartastað. Svo kom sumarið og með því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.