Dvöl - 01.11.1937, Blaðsíða 6

Dvöl - 01.11.1937, Blaðsíða 6
332 D V ö L jungfrú sæmir, þá hvíldu á henni, undantekningarlaust, augu allra ungu aðalsmannanna, sem komið höfðu, ýmist ríðandi eða akandi, til hinnar þýzku guðsþjónustu. — Sunnudag einn dvaldist ungum frænda hennar í móðurætt, Rem- bert von Rehren, á prestssetrinu fram eftir kvöldinu. Hann var ætt- aður frá herragarðinum Loona og var í setuliðinu í Kuresaare. Þetta var í ágústbyrjun, rétt um það leyti sem kirsuberin eru orðin full- þroskuð; og Rembert von Rehren fékk sér stiga, reisti hann upp við eitt kirsuberjatréð, gekk upp og tók svo til að kasta kirsuberj- um til Geirþrúðar. Hún tíndi þau upp og lét þau í svuntu sína; að lokum fleygði hún sér niður í grasið hjá trénu og greip kirsu- berin á lofti með munninum, þeg- ar þau komu fljúgandi, eins og dökkrauðar perlur, og sprungu við áreksturinn. Þegar Rembert von Rehren kom niður stigann aftur, var andlit hans fölt; hann starði látlaust á blóðrauðar varir Geir- þrúðar, sem litazt höfðu af safa kirsuberjanna. Svo stóðu þau þarna hvort gegnt öðru, álíka há, bæði rauðhærð og að öllu leyti með greinileg einkenni hinnar sömu ættar. I aldingarði prests- setursins var allt kyrrt og hljótt, og þau kysstust undir mosavöxnu kirsuberjatrénu. Þetta var í byrjun ágústmánað- ar, eins og þegar hefir verið sagt. Allan uæsta vetur var Geirþrúður Carponai önnum kafin við að sauma það, sem þurfti til hins nýja heimilis; brúðkaupið átti að standa í maí næsta vor. En þetta voru að flestu leyti vandræðatím- ar, og í marzbyrjun komu Kós- akkarnirog Tatararnir ogherjuðu landið þvert og endilangt. I kjöl- far þeirra sigldi drepsóttin, og Rembert von Rehren var meðal þeirra foringja setuliðsins, sem fyrst urðu henni að bráð; síðar meir fór mestur hluti setuliðsins sömu leiðina, foringjar og óbreytt- ir hermenn. í lok júnímánaðar hófst mann- dauðinn fyrir alvöru í sókn séra Magnúsar Carponai. Þar var fólk- ið fleira og þróttmeira en víðast hvar annarsstaðar á eyjunni, og þessvegna varð uslinn, sem drep- sóttin gerði, einna stórkostlegastur þar, því að hún valdi bráð sína yfirleitt ekki af lakari endanum. Presturinn gekkst í það, að settir væru verðir á vegina, sem lágu til næstu sókna, oghann fyrirbauð, að betlarar og umrenningarfengju að stíga fæti sínum inn fyrir tak- mörk sóknarinnar. Hann lét svæla dufti úr brennisteini og harpeis inni í híbýlunum, en stökkti ed- iki og saltpéturssýru á þröskuld- ana. Umhverfis þorpin lét hann kynda elda með einivið og lagði ríka áherzlu á, að þeir væru látn- ir loga dag o,g nótt. Hann hélt einnig sameiginlega bænafundi með öllum sóknarbörnum sínum. En ekkert stoðaði. Drepsóttin lét
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.