Dvöl - 01.11.1937, Blaðsíða 7

Dvöl - 01.11.1937, Blaðsíða 7
D V ö L 333 hvorki skipast við bænir eða salt- péturssýru, hún brauzt gegnum raðir varðmanna og einiviðarelda. Engu að síður barðist prestur- inn sinni vonlausu baráttu. Hann neyddi þá, sem enn voru á lífi, til þess að draga líkin með báts- hökum út um gluggana og færa þau til greftrunar. Konan hans og fjögur yngstu börnin voru dáin; þegar hringjarinn var fallinn frá, gekk hann sjálfur upp í turninn og hringdi sálnahringinguna fyr- ir hlinum látnu. Hann gafst ekki upp; meðan hann stóð á fótunum, gekk hann um meðal sóknarbarna sinna, hjúkraði sjúkum og hugg- aði þá, sem voru að dauða komn- ir. Geirþrúður dóttir hans aðstoð- aði 'hann dyggilega; augu hennar voru blágræn eins og ís, stór og köld, varirnar fölar og saman- klemmdar. Morgun einn fann presturinn, að brennandi hiti var hlaupinn í blóð hans; það var drepsóttin. Hann efaðist ekki eitt andartak um, að nú ætti hann að deyja, og hann lagði fyr- ir Geirþrúði dóttur sína að grafa silfurmuni kirkjunnar, kaleik og oblátudisk hins heilaga sakrament- is, niður undir kirkjuveggnum. — Pegar því var lokið, lét hann Geirþrúði sækja kirkjubókina og með hálfdofinni og máttvana hendi skrifaði hann stórum stöfum: o m n e s m o r t u i — allir dánir. * Þegar séra Magnús Carponai andaðist, var sólin komin hátt á loft. Geirþrúður hjúpaði lík föð- ur síns í laki, gekk svo út og settist í ’neðstu tröppuna við dyrn- ar. Henni var ljóst, að nú var hún alein. Nú var ekki lengur til nein sköpuð vera af sömu tegund og hún eða steypt í sama móti. Mað- urinn, eftirmynd guðs, var með öllu útdauður. Angistin greip hana voðalegri tökum en nokkur líkam- leg meinsemd getur gert, hún hrópaði eins hátt og hún gat, en settist svo aftur og beið. En yfir öllu ríkti hin sama kyrrð og þögn, enginn svaraði, það var enginn lengur til, sem gatsvarað. Þá ákvað Geirþrúður að bíða dauðans við dyrnar á sínu eigin heimili. Hún bað um að fá að deyja, bauðst til að gefa meyjar- líkama sinn drepsóttinni á vald. En stundirnar liðu og ekki kom dauðinn. Þegar leið að kvöldi, minntist luin þess allt í einu, að fyrir nokkrum dögum hafði verið á lífi í nágrenninu, einsýn kerling, sem komin var hátt á níræðisaldur, Liiva-Ingel að nafni. Hún mundi nú, að hún hafði gengið framhjá kofa hennar og séð reyk leggja upp um strompinn. Geirþrúði fannst guð sjáífur liafa sent sér þessa hugsun. Hún lagði þegar af stað og hélt bein- ustu leið að kofa gömlu konunnar, og löngunin til þess að sjá lifandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.