Dvöl - 01.11.1937, Blaðsíða 9

Dvöl - 01.11.1937, Blaðsíða 9
D V 0 L 335 inu, fyrir ofan hæðina voru nokkr- ir fiskimannakofar, en niðri í flæðarmálinu lágu net. Hafið var slétt og kyrrt, en að eyrum henn- ar barst óslitinn þungur niður, eins og af undiröldu. Skammt frá henni sat ungur maður og steikti skarkola milli tveggja steina. Maðurinn var klæddur í venjulegan hversdags- klæðnað alþýðufólks, grófa hör- treyju, með marglitt belti um mittið. Hann var berfættur, grind- horaður og ljósa hárið var sítt og flókið, augun 'gráblá. Þegar hann sá, að Geirþrúður var vöknuð, sagði hann á máli al- þýðunnar, án þess að gera hik á verki sínu: — Kas sa súúa tahad? (Viltu ekki mat?) Geirþrúður kinkaði kolli til samþykkis. Maðurinn rétti henni kola og hún át. Fiskurinn var nýr og feitur, en saltlaus. — Eru allir dánir? spurði mað- urinn. — Dánir — já, allir, svaraði Geirþrúður, einnig á máli alþýð- unnar. — Pannig er það líka hér, sagði maðurinn. Svo sátu þau þögul og gáfu í laumi gætur hvort að öðru. — Ég heiti Laes — Kadariku- Laes, og á heima þarna í kofan- vun, sagði maðurinn að lokum. Og hvað heitir þú? — Geirþrúður Carponai, sagði hún. Og um leið og hún sagði það, fann hún, að þetta nafn var jafn- þýðingarlaust og hvíti skýhnoðr- inn þarna uppi í loftinu, sem var að tvístrast og hverfa fyrir gersl- um sólarinnar. Maðurinn skaraði í eldinn og sagði svo: — Ég sá á klæðaburði þinum, að þú ert af höfðingja-bergi brot- in. En nú erum við aðeins tvö ein, sem eftir lifum. • • — Ég sá sporin eftir fætur þína, sagði Geirþrúður. Maðurinn leit á brúna, veður- bitna fætur sína og kinkaði kolli. — Ég gekk út að lindinni til þess að sækja vatn, sagði hann. * Þegar þau höfðu matazt, gengu þau upp frá sjónum. Degi var tekið að halla. Uppi á hamrinum uxu sein- þroska jarðarber meðal krækl- óttra einirunna. Þau lutu niður iog tíndu, gáfu hvort öðru og átu. Berin voru sterk og góð á bragðið. Þarna sátu þau lengi hjá einirunnunum og átu berin — eins og börn. Sólin skein í andlit þeim, meðan hún seig niður að sjóndeildar- hringnum í vestrinu, þar sem hið fjarlæga og ósýnilega Gotland blundaði í bárum hafsins. Hún hjúpaðist daufri, grárri móðu,svo stóð ekki lengur af henni neinn ljómi og það var hægt að horfa í hana án þess að loka augunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.