Dvöl - 01.11.1937, Blaðsíða 11

Dvöl - 01.11.1937, Blaðsíða 11
D V 0 L 337 að hún roðnaði, og bæði litu óð- ara undan. Síðan töluðu þau ekki orð. Þau gengu niður til strandar. Hamraveggurinn var hér og þar þakinn bergkrystöllum, sem líkt- ust helzt steingerðum hreiðrum eftir fugla löngu liðinna tíma. Haf- ið var rótt og spegilgljáandi og ströndin flöt og slétt, eins og hellu- lagt gólf. Hér, á þessari auðu strönd, í landi, þar sem mannfólkið var með öllu dáið út, var sem dauðakyrrð- in stigi þeim til höfuðs. Þau urðu ölvuð af henni eins og áfengu víni. Hinir ungu og hraustu líkam- ir þeirra þráðu óafvitandi hvor annan, til þess að skapa nýtt líf á þessari mannlausu jörð. Minn- ingin um ógnir drepsóttarinnar brann í hugum þeirra og kveikti í þeim undarlega sælutilfinningu. Þau tvö voru allur heimurinn. Sólin var gengin undir, þegar þau komu heim að kofanum, sem Laes fiskimaður bjó í. Hann opn- aði dyrnar og hin háættaða Geir- þrúður Carponai gekk inn. Og í brennheitum faðmlögum þeirra á fátæklegum hálmbeði í húmi sumarnæturinnar logaði óttinn við dauðann og lífsþrá komandi kyn- slóða. Jörðin var mannlaus, þau áttu að aukast og margfaldast og uppfylla hana, og þau voru tvö, eins og hinir fyrstu foreldrar. 4. Þannig hljóðar þjóðsagan um; Geirþrúði Carponai, sem lifði af, ein allra í sókn föður síns, þegar Svartidauði geisaði á Ösel. Eins og sjá má af kirkjubók sóknarinnar frá dögum Norður- landaófriðarins mikla, voru sjö ár- um síðar fimm drengir, synir manns, að nafni Kadariku-Laes, — skírðir um Jónsmessuleytið, allir í senn. Móðir þeirra, Geirþrúður Carponai, dóttir hins háæruverð- uga séra Magnúsar Carponai, sem fyrrum var sálusorgari safn- aðarins í þessari sókn og kvæntur velborinni Beata von Krámer, varð að friðþægja fyrir hrösun sína með því að sitja þrjá sunnudaga í röð í allra augsýn á hórubekknum í kirkju föður síns. Eins og þáver- andi sálusorgari safnaðarins, séra Hinrik Búrger, strangur og siða- vandur drottins þjónn, hefir um hana með eigin hendi . skráð í kirkjubókina: „ . . . hat auf dem berúchtigtem Hurenschemel ihre Sedes halten mússen.“ Þeir, sem þess óska, geta enn þann dag í dag fengið að sjá þenna bekk, þar sem hann er geymdur ásamt öðru gömlu rusli; það er lágur trébekkur með grind- um! í kring, líkt og dálítill afgirt- ur bás. Þegar nú Geirþrúður Corpanai þannig opinberlega og í viðurvist safnaðarins, hafði gert yfirbót og við altari kirkjunnar öðlazt fyrir- gefningu syndanna, var hún og Kadariku-Laes gefin saman í kristilegt hjónaband, og henni» að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.