Dvöl - 01.11.1937, Blaðsíða 19

Dvöl - 01.11.1937, Blaðsíða 19
D V 0 L 345 hvarfarokið, sem getur komið lít- ið eitt fyrr, eða lítið eitt seinna — en aldrei bregzt — en æðir yfir bjargarvana hjörtu undir kofaþök- unum og sálir, sem bráðum þola ekki meira. Hin beiska reynsla kynslóð- anna öld eftir öld hefir myndað þá trú, að svona nótt hljóti eitt- hvað að gerast. 111 öfl eru á ferli. Pað er fórnarhátíð hjá landsins hörðu guðum. — Á morgun, eða ef til vill eftir eina viku, eða ekki fyrr en eftir hálfan mánuð, mun það koma í ljós, hver hefir að þessu sinni orðið fyrir þeim og hvernig. Víst er það, eitthvað illt mun gerast. Ógn, sem enn er ó- þekkt, mun stafa frá þessari náð- arlausu nótt. Sú vissa er hverjum einum í blóð borin — arfgeng, stöðugt ný, óútrýmanleg. Ef tal- að er um fjarverandi heimilis- menn, er það oftast gert í á- hyggjulausum rómi, en milli orð- anna verða áhyggjufullar þagnir Ef til vill er grátið, en því aðeins, að maðurinn komi heim heill á húfi. Þá leysir gleðin bönd hjart- ans. F>á fellur tár. En ef hættan er augljós, þá er ógjarnan talað um þann, sem er fjarverandi. Jafnvel Guðnýju litlu er það í ‘blóðið borið. Það er ekki fyrr en seint um nóttina, að hún spyr: — Mamma! Heldur þú, að pabbi hafi komizt í land á undan rokinu ? Og svo fer hún að gráta. Hverju á Guðný, móðirin, að svara henni? Hún svarar ekki. Hún lætur sér nægja að þurrka tár hennar í myrkrinu, viðkvæmn- /sleg barnstár, og kyssa hana. Það er Árni, karlmaðurinn, sem segir: — Þeir hljóta að hafa fengið afskaplega góðan byr inn fjörð- inn, rétt áður en hann rauk upp — ef þeir hafa komizt út á sæmi- legum tíma . . . Árni lætur hér í ljós þá einu von, sem móðirin hefir, að bát- urinn, sem maður hennar var í, hefði verið kominn út úr Héðins- firði og fyrir nesið, áður en hvessti fyrir alvöru. Ef svo væri, mætti teljast fullvíst, að hann hefði náð landi einhvers staðar í Siglufirði. — Þú verður eflaust góður sjó- maður, Árni, segir móðirin til þess að segja eitthvað, og strýk- ur yfir hár hans. — En hvað hún þekkti vel þennan óþæga sveip yfir enninu. — Ég skal sigla fram úr þeim öllum, eins og pabbi, segir Árni hress í bragði. — Ég skal. . . . Það var pabbi, sem fann upp á því að skera hausinn af þorskin- um, þegar.þeir veiddu stóru lúð- una, til þess að þetta flykki kæm- ist í bátinn, án þess að hann sykki. Pabbi finnur alltaf ráð! Það var líka pabbi, sem fann upp á því að reyra með kaðli utan um gamla bátinn úti á miðjum firði, þegar hann ætlaði að gliðna sund- ur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.