Dvöl - 01.11.1937, Blaðsíða 27

Dvöl - 01.11.1937, Blaðsíða 27
D V 0 L 353 Aftur á móti vissu þau, að ein- hversstaðar uppi yfir höfðum þeirra hlaut að vera birta og dag- ur og loft, eins og áður hafði verið í heiminum.' Líklega hlaut það að vera. Snæhafið, sem þau áttu í höggi við, hlaut að hafa yfirborð. Á nýjársdaginn komust þau upp. Nýjársdagur! . . . Það var eins og þau hefðu aldrei vitað fyrri, hvað nýjár væri. Nýjár. — Það var þá svona — hreint loft í lungun, sólskin og blátær him- inn. Þrettán þrep uppi var snjór- inn farinn að lýsast. Guðný varð yfirkomin, þegar hún tók eftir því — settist niiður og varð að taka um hjartað. Það virtist ætla að sprengja brjóstið. En hún sat aðeins eitt augnablik. Þegar þessi eina veikleikastund hennar var liðin hjá, byrjaði hún aftur, vann eins og hún væri vit- stola. Vann eins og fyrsta dag- inn — jós snjónum niður og tal- aði harðlega og stutt til Árna, sem hafði sig allan við að ryðja honum úr vegi. Allt í einu flóði birtan niður til þeirra frá blá- um, tærum og kyrrum himni — fimmtán há þrep lágu upp á yfir- borðið, sem teygðist bylgjótt og smá gárótt út-eftir og inn-eftir undir glitrandi himinblámanum — móti gaddblárri heiði til annarar hliðarinnar og dagbláum firði til hinnar, Qg rann saman við hrufu- lausar fjallahlíðar. Guðný fór niður og sótti Guð- nýju litlu, vafði utan um hana ull- arsjali, þrýsti henni að sér og hljóp með hana í faðminum upp brött og hál þrepin. Árni var þeg- ar kominn upp, stóð þar í ljóm- andi birtunni og starði með hönd- ina yfir hálfblindum augunum á dökka rák álengdar, sem margir menn sáust koma upp fyrir. Heill hópur. Einn af þessum mönnum fór allt í einu að hlaupa, skildi við hina og nálgaðist á harða spretti eftir svellharðri snæbreiðunni. Guðný vissi áður en hún þekkti hann, að þetta hlaut að vera Höskuldur . . . Höskuldur! Þá fór hún að gráta, þrýsti Guðnýju litlu að sér — stuttur, ekkaþrunginn grátur. Hún hafði þegar þurrkað augun, áður en Höskuldur náði til þeirra — stóð brosandi, ofurlítið vandræðalega roggin og endurgalt koss hans feimnislega. Höskuldur staðnæmdist, starði niður í snjógöngin — starði. Hann stóð lengi, sneri sér frá og deplaði augunum. Guðný lét hann vera ótruflaðan. Þegar Árna fannst, að nú væri þögnin orðin nógu löng, sagði hann — og röddin var hvarflandi eins og fugl, sem flýr undan vind- hviðu: — Það hefir verið gríðarlega erfitt, pabbi. Höskuldur lagði höndina á höf- Frh. á bls. 371
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.