Dvöl - 01.11.1937, Blaðsíða 40

Dvöl - 01.11.1937, Blaðsíða 40
366 D V 0 L sagði, en hann vissi, hvað það var. Hann var að biðja. Heinz hristi höfuðið. Það gat alls ekki verið guð til. Sá guð, sem hann hafði heyrt um í æsku sinni, hafði verið góður og misk- unnsamur, og hann gat ekki vilj- að, að mennirnir dræpu hver ann- an eins og villidýr! Gat hann látið það viðgangast, að þeir liðu kvalir í daga, vikur og mánuði, — kvalir, sem enginn getur gert sér hugmynd um nema sá, sem reynir þær? Nei, þetta var allt tilgangslaust. Hversvegna þá —? Það var spurning, sem han-n gat enn ekki svarað. Hversvegna þurfti þetta þá að gerast? Heinz hreyfði sig ofurlítið til, en það var erfitt, því að fæturnir voru stirðir af kulda og leðjan náði upp fyrir hné. Hún límdist um leggina, eins og hún vildi halda honum föstum. Hann hnippti í drenginn við hliðina á sér, tók óhreina sígar- ettu upp úr brjóstvasa sínum, braut hana sundur og gaf drengn- um helminginn. Drengurinn kveikti í sígarett- unni og reyndi að brosa, en það varð aðeins glott. Lág stuna barst frá vörum hans. Hann leit undr- andi umhverfis sig. — Heinz sá, að hann var að verða brjálaður — svo öskraði hann, öskraði, svo að það sinaug í gegnum merg og bein, reif sig upp úr leðjunni og klifraði upp vegginn. Heinz ætlaði að stöðva hann og kallaði til hans, en það var árang- urslaust. Nú var hann kominn alveg upp á brjóstvörnina og stóð þar upp- réttur, hrópandi formælingar yfir til fjandmannanna. Það var eins og hann stirðnaði eitt augnablik, en svo féll hann aftur á bak niður í skotgrafirnir. Heinz greip hann í fallinu og lagði hann upp við vegginn. Það rann blóð út um lítið, kringlótt gat á miðju enninu. Aldrei myndi hann hrópa framar — — aldrei kveljast. Hann var aðeins einn af þúsundunum. Skyndilcga hætti skoihríðin. Þögnin var óheillavænleg. Menn- irnir í skotgröfunum litu hver á annan. Hvað nú? Heinz- vissi, hvað það var. —' Nú kom áhlaupið, og það var þó tilbreyting. Ekki þessi feluleikur lengur, eins og köttur sé að veiða mús, heldur maður á móti manni, blik- andi byssusíingir, berir hnefarnir, rífa, - • bíta, drepa meö- bræður sína — drepa til þess að verða ekki drepinn sjálfur, gera börn föðurlaus, og mæður að ekkjum. Drepa af því — — — — ja, hversvegna? —• -f Heinz gægðist gegnum gat, sem var á miili sandsekkjanna í brjóst- vörninni. Nú komu þeir. Ógurlegur sæg- ur, eins og maurar út úr þúfu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.