Dvöl - 01.11.1937, Blaðsíða 53

Dvöl - 01.11.1937, Blaðsíða 53
D V 0 L 379 vegabréf/' sagði konsúllinn, þeg- ar hann hafði skotrað augunum til Péturs. „Þú lítur út fyrir að vera Gyðingur. Og Gyðingum er bannað að koma til Þýzkalands. Ertu Gyðingur?“ ,,Já, það er ég,“ svaraði Pétur. ,,En hinir ellefu?“ „Þeir eru einnig Gyðingar." „Þá skuluð þið hypja ykkur í burtu. Engum ykkar verður hleypt yfir landamærin.“ „Ég er sjálfur einskonar landa- mæravörður,“ svaraði Pétur. „Ég stimpla árlega feiknin öll af vega- bréfum. Sumum, sem vilja kom- ast inn fyrir, er ég neyddur til þess að vísa frá, en flestum er hleypt inn. Mitt konsúlat er meira að segja þó nokkru stærra en öll hin þýzku samanlögð. En við spyrjum ekki eftir þjóðerni og öðru slíku. Við dæmum eftir allt öðrum forsendum. Ég hefi engar ákveðnar reglur, sem ég get farið eftir. Ég úrskurða sam- lcvæmt þeim ástæðum, sem fyrir liggja í hvert sinn.“ „Hér er allt annað fyrirkomu- lag. Hér er fyrirfram sett reglu- gerð, og eftir henni er farið.“ „Svo að þið látið eitt yfir alla ganga? Og takið ekki tillit til per- sónulegs álits eða virðinga?“ spurði Pétur. „Nei.“ „Aðeins eina spurningU: Hafið þið vísað mörgum frá, sem báru nafnið Rothschild?“ „Ég minnist þess ckki. Þýzka innanríkisráðuneytið getur annars veitt hverjum, sem því sýnist, undanþágu frá þessari útilokun. En ykkur er engin ástæða til að veita undanþágu.“ Pétur flutti Meistaranum þessi svör. „Þá skal ég fara sjálfur,“ sagði Jesús, „ég þarf að tala um dálítið sérstakt við manninn.“ Jesús kom í skrifstofu embætt- ismannsins. Or augum hans ljóm- aði birta, máttur og vizka, þegar hann leit á litla konsúlinn með hvikula augnaráðið. Hann sagði blíðlega: „Kona ein, að nafni María Magdalcna, óskar að fá leyfi til þess að dvelja í höfuðborg ykk- ar. Viljið þér gera svo vel og líta á vegabréfið hennar!“ „Er hún Gyðingur?“ spurði litli konsúllinn. „Þá fær hún ekki dval- arleyfi nema með einu skilyrði, og það er, að lvún gerist skækja. En þá verður hún að láta innrita sig undir eins og hún kemur og verð- ur svo að stunda þetta starf úr því. Ef hún svíkst um það eða tekur til við einhverja vitleysu, t. d. að ganga á skóla eða því um líkt, þá verður hún hér ekki stund- inni lengur. En ef hún hinsveg- ar leggur fyrir sig hið sama og hún í rauninni upphaflega gerði, þá er náttúrlega ekkert til fyrir- stöðu.“ „Mér er ómögulegt að stuðla að því, að hún steypist á ný í svívirðinguna!“ svaraði Jesús. —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.