Dvöl - 01.11.1937, Blaðsíða 66

Dvöl - 01.11.1937, Blaðsíða 66
392 D V Ö L verið þar allan þenna tíma? Það var þó ekki lengi verið að kasta nokkrum heyviskum fyrir þessar tvær kýr. Henni var ekki ljóst, hvort hann hafði sagt það beinlínis, eða læknirinn hefði sagt það, eða hana hafði dreymt það sjálfa — að veikin væri að magnast í Norður- gerði. . . . Hún Jóhanna. Nei. Ouð minn góður, gerðu það ekki. Mér var það ekki alvara! Loksins kom hann. Dragnaðist lotinn inn gólfið, eins og þjófur á nóttu og staðnæmdist, þegar óttaslegin augu hennar mættu honum á miðri leið. — Já, sagði hann hásum rómi. Áðan. Fyrir stundu síðan. Hún lognaðist útaf frá öllu saman. — Þú segir það ekki satt, Jó- hann. Það er ekki satt. Hann settist á bekkinn og starði ofan í gólfið. — Og vesalings börnin, Jón og Signa! Hún lá kyrr nokkra hríð og hugsaði málið. Fannst hún hafa töglin og hagldirnar og vildi sýna yfirburði. — Það verða einhver ráð með að sjá fyrir þeim. Faðir þeirra er þó á lífi. Hann leit á hana ráðþrota. — Hann Geirmundur! Það má nú hamingjan vita, hvernig hon- um vegnar. Hann er ekki sjálfum sér líkur, hann hefir víst óráð tímunum saman. — Það er sagt, að geðbilun fylgi þessari spönsku veiki, — og hamingjan góða! — Drottinn hjálpi oss öllum! Hún vafði um sig feldinum og gerði lítið úr sér. Hana langaði mest til að skríða út í yztu myrk- ur, þar sem enginn sæi hana framar. En Jóhann dró hana fram í dagsljósið. Hann kom til hennar með mat og kaffi. — Þú verður að éta. Þú verður að reyna að koma einhverju ofan í Þig- Hún vildi gjarna gera honum til hæfis og renndi niður fáeinum kaffisopum. En meira gat hún ekki. Og svo gat hún falið sig — fyrir þokugráum deginum og gráu augunum hans Jóhanns, sem voru farin að kafa svo djúpt í sál hennar, eins og þau væru að leita að því, sem hafði ögrað ógæfunni til að hella sér yfir þau öll. * Dag nokkurn strauk hann hend- inni mjúklega yfir feldinn. — Viltu ekki líta upp, sagði hann. Bráðum verður farið hér hjá með óla litla og Jóhönnu. Ég er nú svo sem boðinn í erfis- drykkju, skaltu vita. Verð víst að hjálpa þeim mér til sálubótar. Hann var með hvítan flibba og svartan silkiklút um hálsinn. Hann var tilbúinn að fara. — En kannske þú viljir heldur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.