Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 8

Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 8
D VÖL bg svo vona ég að verði áfram. XJngir Framsóknarmenn voru að athuga möguleika á útgáfu tímarits. Þeir viláu gjarnan eignast Dvöl, og að ýmsu leyti vildi ég helzt vita af henni í þeirra höndum, ef ég sleppti henni á annað borð. Það varð úr, að ég lét að óskum þeirra. En ég lœt Dvöl með ýmsum skilyrðum, þar á meðal þeim, að hún taki aldrei þátt í flokkadeilum stjórnmálaflokkanna og að hún verði sem líkust og að undanförnu, m. a. að hún flytji sem verulegan þátt lesmálsins úrval úr smásögum erlendra góðskálda og annað það efni, er styöur heilbrigöa menning og er skemmti- legt til aflestrar. Eitt af skilyrðum mínum var, að viö ritstjórn Dvalar tœki maður, sem ég gœti samþykkt og þetta ákvœði var tekið til greina. Mér er kunnugt um, aö hinn nýi ritstjóri, Þórir Baldvinsson, er smekkvís og vel fróður um erlendar bókmenntir, og maö- ur, sem óhœtt er að treysta. Hann hefir aflað sér menntunar og þroska af eigin ramleik og við erfiða lífsbaráttu í því landi, sem ég tel að ýmsu farsœlast til heimsóknar islenzkum œskumönnum, ef þeir vilja efla viljaþrek sitt og auka víð- sýni sína og manndóm, ásamt hagsýni í framkvœmdum. Ég tel mikla þörf á frjálslyndu, góðu tímariti hér á landi. Mér hefir lengi fundist að miklu skipti hvað menn lœsu, einkum þó meðan þeir eru ungir. En tímarit hafa einmitt góð tœkifœri til þess að flytja fróðlegt, fjölbreytt og skemmtilegt efni eftir fjölda marga höfunda. Geti Dvöl flutt lestrarhneigðu fólki aðlaðandi lestrarefni, sem auki og þroski hugsun þess og hjálpi lesendunum að verða sjálfstœtt hugsandi menn, þá tel ég einhverjum lielzta tilgangi Dvalar náð. Að lokum þakka ég öllum þeim, sem hafa hjálpað mér um lestrarefni og leið- beiningar til þess að gera Dvöl það, sem hún er orðin. Þá vil ég einnig þakka útsölumönnunum, sem margir hafa lagt á sig talsveri erfiði Dvalar vegna, ýmist fyrir litla eða enga þóknun. Og síðast en ekki sizt þakka ég öllum hinum mörgu skilsömu kaupendum og hlýhuga lesendum um allt land fyrir alla þeirra fyrirgreiðslu og alúð í garð okkar Dvalar. Svo óska ég Dvöl alls góðs og vona að hana verði að finna vel bundna í bóka- söfnum margra bókavina, þar sem lestrarfúst fólk framtíðarinnar les í henni öðru hvoru, sér og öðrum til ánœgju á ókomnum árum. VIGFÚS GUÐMUNDSSON. DVÖL hefir skipt um eigendur og ritstjórn með hinu nýja ári. SUF (Samband ungra Framsóknarmanna) hefir tekið við tímaritinu, og mun sjá um útgáfu þess framvegis. DVÖL mun þó þrátt fyrir þetta leiða hjá sér allar stjómmáladeilur og flokka- drætti. Hún mun eftir sem áður verða „tímarit til skemmtunar og fróðleiks". Hún mun halda áfram að flytja lesendum sínum úrval þýddra skáldverka, skemmtandi og fræðandi greinar, frumsamdar smásögur, ljóð o. fl. Hinn fráfarandi ritstjóri hefir aflað DVÖL mikilla vinsælda. Hann hefir byggt ritið upp að mjög miklu leyti og brotið því leið. Á þennan hátt hefir hann stórlega auðveldað starf þeirra, sem við því taka. Hinir nýju eigendur gera sér vonir um að njóta þessara vinsælda í framtíðinni, og þeir munu leitast við að verða þeirra maklegir. Ritstj. i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.