Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 18

Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 18
12 D VÖL um og öðru drasli á kirkjuloftinu, sem hægt væri að reikna þeim hjónum til syndar að morgni. Dugandi húsmóðir varð að hafa auga á hverjum fingri, ef vel átti að fara. Hjónin kysstust að skilnaði. Hún snéri aftur til eldhússins og starfanna þar, en hann fór beina leið inn í svefnherbergið þeirra, Þar lágu tveir þriflegir barnungar og sváfu svefni hinna réttlátu. Tvíburar, fæddir í heilögu hjónabandi og færðir guði við skírn litlu síðar. Tveir drengir, þegar á fyrsta hjónabandsárinu. Hún var alveg dásamleg kona! Bóndinn horfði augnablik á syni sína, hróðugur á svip, sneri svo við blaðinu og hallaði sér út af á legubekkinn í dagstof- unni. Þar var pípan hans við hendina. Hann kveikti í henni. Tóbakið frá Sam- bandinu var bragðgott, en þó varð honum hugsað til dýrra, sterkra vindla, sem hann hafði reykt hérna á árunum, og voru hon- um betur að skapi. Á skápnum lá bók- in, sem hann hafði verið að lesa í gær- kvöldi. Ætti hann að nenna að standa á fætur til að ná í hana? Það var tæpast ómaksins vert. Hann tottaði pípuna og hugsaði gott til framtíðarinnar, engar áhyggjur ónáðuðu hug hans. Úti sungu fuglar í grænu laufi, vorið var komið til Norðurlands. Síðan hurfu framtíðarvon- irnar og vorbirtan út í þoku óminnisins og ungi bóndinn svaf rótt. Hann svaf þó ekki nema nokkur augna- blik. Tvíburarnir hans fóru allt í einu að hljóða hástöfum og vöktu hann til með- vitundarinnar á ný. Hann bylti sér á hlið- ina, dálítið ergilegur yfir hávaðanum, — hann vildi ekki vakna. En þá kom hann óvart við vatnsglas á borðinu, glaðvaknaði og reis upp. Vatnið úr glasinu rann við- stöðulaust yfir borðið, nú bleytti það dúk- inn og rann siðan ofan á teppið fyrir framan legubekkinn, eins og regn, sem drýpur af húsþaki, ofan i mjúka, græna jörð á vorin. En hvað þau hljóðuðu hátt þessi börn. Það var allt annað en gaman að vakna við slíkt. Hann yrði líklega að rlsa á fætur og segja stúlkunum til. En þá birtist konan hans elskuleg í dyr- unum. Hún hefir þvegið mjölið af hönd- unum og losar nú um brjóst sín. Hún er því vönust, að taka af honum allt ómak og erfiði innan húss. Nú sezt hún á stól and- spænis honum með syni þeirra við brjóst- in, sem eru stór og hlý og auðug af lífs- næringu. Drengirnir hætta óðara að hljóða, þeir drekka ákaft af brjóstum móðurinnar. Grátur þeirra er einungis vopn þeirra í baráttunni um að fá það, sem þeir óska eftir. Þeir þekkja orðið á fullorðna fólkið, þótt ungir séu. Aldrei eiga stúlkurnar svo annríkt, að þær komi ekki strax, ef tvíburunum þóknast að kalla eftir sínu. Fólkið gengur á tánum til að vekja þá ekki, ef þeir sofa. Þetta eru litlu prins- amir í æfintýrinu, — þeir, sem eiga að erfa ríkið. Það eru því engin undur, þótt dekrað sé við þá. Frú Aðalheiður lítur á mann sinn. — Ég kvíði nú hálfvegis fyrir þessum gesti okkar, ég get ekki að því gert. Og ef hún skyldi nú vera einhver vandræða- manneskja, þessi blessuð unga frú? Konan segir þetta áhyggjufull á svip og horfir stöðugt á manninn. Börnin eru að komast í værð aftur. Bóndinn geispar. — Gerðu þér engar óþarfa áhyggjur, góða mín, svaraði hann. Ég spái þvf, að þið verðið fljótt góðar vinkonur. t raun og veru gat hann ekki leynt því, að hann hafði engan áhuga fyrir þessu samtali. Koma hins tilvonandi gests olli honum engra heilabrota. Konan hlúði að brjóstum sínum og horfði ástúðlega á sofandi bömin. — Ósköp ertu syfjulegur, góði, sagði hún. Svafstu illa í nótt? — O-nei, svaraði hann dræmt. — Já, ég vona bara að góður guð gefi mér, að það verði vandræðalaust að fást við hana, hélt Aðalheiður áfram. Aum- ingja konan, að vera eitthvað undarleg. Já, það á margur bágt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.