Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 19

Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 19
D VÖL 13 Bóndinn sá enga ástæðu til að svara. Það gat vel verið, að margur ætti bágt, en hvað kom honum það við? Og þýddi ann- ars nokkuð að ergja sig út af því, sem ekki var hægt að bæta úr? Konan hans var viðkvæmari fyrir þeim, sem bágt áttu. Það var svona þetta kvenfólk og ekki þýddi að tala um fyrir því, það lét sér ekki segjast. Móðurumhyggja þess fyrir hinum sorgbitnu og þjáðu virtist ekki þekkja nein takmörk, því miður. Honum leiddist að hlusta á allt slíkt. Konan lagði börn sin í rúmið aftur og hlúði að þeim með blíðu brosi. Síðan kyssti hún mann sinn. Hann endurgalt kossinn, hálfur inni í draumalandinu, og sá henni síðan bregða fyrir í dyrunum um leið og hún hvarf. Hann var aftur einn og gat nú sofið í friði. Dropafallið var hætt. Konan hafði þurkað vatnið af borðinu og ekki sagt orð um það, þó að vatnið hefði bleytt fallegasta hekludúkinn hennar. Það var einmitt nýbúið að skipta um dúka og sængurklæði fyrir hátíðina. Kara kom inn með gólfklút og fór að þurka bleytuna af gólfinu. Hún smeygði sér varlega inn um dyrnar og opnaði að- eins svolitla rifu; hún var svo mjó sjálf, að undrum sætti. Bóndinn horfði á hana með öðru auganu. Það var annars skramb- ans ári snotur stelpa, þessi Kara, vart eldri en seytján vetra og grönn eins og punt- strá. Hún hafði ráðizt til ungu hjónanna á krossmessunni þetta sama ár og kom að austan. Hún var létt, nett og söngvin og gekk í stuttum pilsum, sem voru afar víð að neðan og minntu á krínólínur. Unga bóndanum varð á að brosa. Hann sá kné stúlkunnar, sterk og þó barnsleg, og lítil brjóst, sem voru eins og blómsturknappar. Það mótaði rétt fyrir þeim undir grófri ullarpeysunni. Hann lokaði augunum. Freistingar heimsins voru margar og hold- ið veikt, stundum varð það næstum þvi hjákátlegt að vera dæmdur til að hugsa aðeins um eina konu. En þessu hafði hann þó hátíðlega lofað. Þegar hann svo leit upp aftur, sveiflaðist víða pilsið hennar Kari- tasar litlu út um mjóu gættina, sem hún hafði smeygt sér inn um fyrir augnabliki síðan. Það siðasta, sem hann sá, voru grannir leggir í ljósgráum sokkum. Ungi bóndinn lá kyrr og naut hvíldar- innar. Aftur hvarflaði hugur hans til framtíðarinnar Hann sá fyrir sér stórt, slétt túnið úti og læk, sem bjó yfir mikilli orku. Hann ætlaði þó ekki að fást við það núna. Ekki strax. Það lá ekkert á. hann var svo ungur enn. Hann nennti ekki almennilega að fást við neitt fyrst um sinn, ætlaði aðeins að lifa og njóta lífs- ins. Hann var efnaður, ríkur eins og það var kallað í sveitinni. Faðir hans hafði keypt þessa kostajörð handa þeim ungu hjónunum og faðir hennar lagt til áhöfn- ina. Þau byrjuðu þvi ekki með tvær hend- ur tómar, eins og tíðast er með ungt fólk. Þau áttu sitt góða bú skuldlaust og gátu reiknað þar frá. Það var eitthvað notalegt við það, að láta rétta sér allt upp í hend- urnar. Efnin og öryggið um framtíðina héldu öllum áhyggjum í hæfilegri fjar- lægð. Hér var stórbóndasonur, sem búinn var að sigla og leika sér. Hafði kannske lært eitthvað, en fyrst og fremst hafði hann farið til útlanda í þeim tilgangi að njóta lífsins. Nú voru þeir tímar liðnir; nú var hann heimilisfaðir í ríki sínu, hélt dýrt kaupafólk og las i blöðunum að sunn- an,að syndir þjóðarbúskaparins væru kaupi verkafólksins að kenna. Kaupið yrði að lækka. Því geðjaðist honum vel að. Það gengur ekki vel með svefninn. Ungi bóndinn er svo glaðvakandi, siðan hún Kara kom inn, þetta stuttklippta tryppi í sínu víða pilsi og með gráu hlæjandi augun. Það er seiðmagn í augum hennar, líkt og augum álfkonunnar í bjarginu, sem sagt er frá í fornum æfintýrum. Ungi bóndinn fór að blístra fjörugt lag til að hrinda frá sér svo óþörfum hugsunum, tók síðan rögg á sig og reis upp. Hann leit sem snöggvast yfir túnið sitt, gult af sóleyjum, yfir ána, þar sem sléttar engj- arnar hlýnuðu við bros kvöldsólarinnar, til himinsins, sem hvelfdist blár og tær yfir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.