Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 21

Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 21
D VÖL 1S að út úr flóði. Þetta er gestrisninnar fagra og marglofaða æfintýri. Frá stjórnmálunum barst talið að ungu konunni, sem von var á í sveitina. Prest- urinn lofaði þá, sem öðrum vildu þjóna. Konurnar depluðu ótt og títt augunum, eins og þær væru í reyk, en unga stúlkan hristi dökkan drengjakollinn, hún þekkti engar skyldur og engar fórnir. Konurnar fóru að spyrjast fyrir um þessa vesalings ungu frú. — Og búin að missa manninn, svona ung! Ojæja, það er margt manna bölið, það vissi himnafaðirinn einn. Og var nú auðvitað úrvinda af harmi, blessuð manneskjan. Það voru ekki allir, sem létu sér segjast við mótlætið, svona fyrst í stað. Það vissi hver, hvað hjá sér gerðist. Ein- hver spurði um ætt konunnar og þá upp- lýstist, að hún var af góðum ættum og meira að segja rík. — Já, það var nú ekki ekki allt fengið með auðnum, sögðu kon- urnar. — Það er ekki æfinlega, að þeir baði í rósum, sem eru rikir. — En hún er lánsmanneskja, að komast hingað, betra og guði þóknanlegra heimili getur syrgj- endum ekki hlotnast. Þessu voru bændurnir samþykkir, þó að þeir segðu færra. Þeir tóku í nefið og buðu hver öðrum, út úr vandræðum. Þeir kunnu hálf illa við sig í stofunni eftir að talið barst að þessum feimnismálum, vildu heldur rétta úr sér úti í sólskininu. Síðan er þakkað fyrir sig með kossi og handabandi og gestimir eru á bak og burt. Þeir ríða heimleiðis í kvöldkyrrðinni. Skúrin i fjallinu döggvar engi og gró- in tún. Blátt blóm við veginn lítur upp og brosir gegn um tár. Og fréttin um ungu konuna sorgmæddu, sem er búin að missa manninn og sem er ekki hamingjusöm, þótt hún sé rik, berst víðs vegar með hraða vindsins. Sumir sögðu, að hún væri svarthærð með dökka bauga undir augunum, skinhoruð og al- veg hræðilega dökkeyg. Aðrir fullyrtu, að hún hefði lagzt í rúmið, þegar hún missti manninn og ekki stigið á fæturna síðan. Nú átti að flytja hana þetta nauð- uga, það var síðasta tilraunin til að bjarga henni. Og enn aðrir báru ímyndaða lotn- ingu fyrir þeirri ást, sem lagði heilbrigt fólk í rúmið, tærði líkamann og eyðilegði lífsgleðina, og þeir skildu ekkert 1 gjaf- aranum allra góðra hluta að lofa þeim ekki að njóta lengur samvistanna, sem unnust svo heitt. En hann hafði sínar ástæður. Um það voru allir sammála. En nú kemur konan sjálf til sögunnar og þá var það, sem hugmyndir fólksins um hana urðu sér blátt áfram til skammar. Á fögrum sumardegi kom hún ríðandi i hlaðið á Ási við hlið húsbóndans. Það var sólfar á skýjunum og bjart til hafsins. Hún var broshýr og létt eins og sumarskýið yfir heiðinni. Þessi kona gat ekki hafa grátið heilar nætur, augu hennar voru björt og skær. Fólkið sá kastaníubrúna lokka, undir hvítum hatti, ljósan sumarjakka, hneppt- an yfir hvelfdum barmi. Og gáskinn í augum hennar særði beinlínis sómatil- finning þessa fólks, sem beið eftir sorg- bitinni, lífsreyndri konu. Jafnvel bæjar- húsin virtust líta hana með vanþóknun. Frú Aðalheiður stóð í dyrunum og beið. Yfir enni hennar liðu skuggar þeirrar lífs- reynslu, sem hún átti von á að sjá. Það liðu einnig skuggar yfir túnið og hlíðina á móti, hvítu skýin yfir fjöllunum hurfu, önnur dekkri og alvarlegri komu í stað- inn. Fram til dalanna var byrjað að rigna. Þær heilsuðust á steinstéttinni við hús- ið. Frú Aðalheiður dálltið þurrleg, hin nefndi nafn sitt: — Dúfa Hermanns. Dúfa! Var það þá nafn á fullorðinni manneskju? Það var hennar gælxmafn frá bemskuárunum, hún unni því, og öðrum átti líka að læra að þykja það fallegt. Það var ekki fyrr en nokkru síðar, þegar hún var farin að kynnast fólkinu, að hún gerði þessa athugasemd við nafnið sitt. Þama á stéttinni nefndi hún það bara blátt áfram og rétti um leið fram granna, hvíta hendi með silfurhring. Aðalheiður tók kveðjunni og lét sem ekkert væri. Hún var langt frá því ánægð tU að byrja með. Þessi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.