Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 22

Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 22
16 DVÖL unga kona á ljósa jakkanum, með brúna f allega hárið var ekki sú, sem hún átti von á. Enginn sá það á henni, að hún bæri sorg eftir látinn eiginmann. Því síður var sýnilegt, að hún væri minnstu vitund undarleg. Það yrði tæpast talið neitt góð- verk að lofa henni að vera á heimilinu í sumar. Heimilisfólkið var á sama máli. Sá eini, er virtist kunna að meta að- komukonuna við fyrstu sýn, var húsbónd- inn sjálfur. Hann lék við hvern sinn fingur. Augu hans hvörfluðu óeðlilega oft frá hinum þriflegu brjóstum eiginkonunn- ar til vangans undir ljósa hattinum, til augnanna, sem brostu móti honum undan dökkum brám hinnar ókunnu konu. Hann var ungur og léttur á sér, yngri en í gær, og kossar hinnar lögmætu eiginkonu heyrðu fortíðinni til. Þannig getur einn skemmtilegur sumardagur farið með beztu menn, þvert ofan í öll loforð. — Er það ekki leiðinlegt, að ég skuli einmitt koma á mánudegi, sagði unga kon- an, þegar hún var sezt í bezta stólinn í stofunni. Hún setti um leið svo fallegan stút á munninn, að hún varð alveg ómót- stæðileg. — Og ég, sem hafði hugsað mér að eiga hér svo indælt sumar, því að hér er svo fallegt. Jón flýtti sér að segja, að allir væru löngu hættir að trúa því, að nokkur ógæfa fylgdi mánudeginum. — Nei, er það satt? Þá skal ég líka trúa því. Hún hló stuttan hlátur og þá sáust hvitu perlutennurnar hennar, ekki ein ein- asta var skemmd. Málrómur hennar var bjartur, hún talaði full hátt og hreyfði sig stöðugt á meðan hún talaði. Hún handlék það, sem næst henni var, eins og barn, sem getur ekki haldið höndunum kyrrum. Hún braut eldspýtuna, sem hún hélt á, í smátt og raðaði brotunum í lófa sinn. Aðalheiður leit allt þetta með van- þóknun. Sjálf var hún utan við samtalið og fann til tómleiks, eins og munaðar- laust barn, sem sett er hjá. Dúfa var alls staðar heima. Þau höfðu bæði verið í útlöndum, hún og húsbónd- inn, þau höfðu lesið sömu bækumar. Það var likt og tveir vinir hittust eftir langan aðskilnað. Aðalheiður hafði allt til þessa haft mjög gaman af að heyra manninn sinn lýsa ferðalögum sínum um ókunn lönd. Nú brá svo við, að hún hafði ama af því. það var ekki alltaf jafn gaman að lifa. Kara bar mat á borð og húsbóndinn leit hana ekki svo mikið sem með öðru auganu og tók ekki eftir því, hve smekk- lega hún var klædd. Dúfa hafði beztu matarlyst. Hún kærði sig ekki um að hátta aö loknum kvöldverði, sagðist ekki vera vitund þreytt eftir ferðina, þegar Aðalheiður sagði nærgætin, að rúmið væri til, hvenær sem hún vildi. Húsbóndinn kom með sígarettur. Þau kveiktu í og sátu í dýrustu stólunum í stofunni. Aftur fannst Aðalheiði lífið einskis virði, hún bar við húsmóðurstörfum og stóð upp. Jón leit augnablik á hana: Ætlaði elskan hans að yfirgefa þau svo fljótt? Já, hún hafði störfum að gegna. Það varð þá svo að vera. Hann kyssti hana, fyrst klaufalega á nefið og síðan á annað augað. Það bætti dálítið úr skák. Unga konan blés bláum reyknum úr sígarettimni sinni út í loftið og horfði á þau mógráum, hlæjandi augum. Hún hafði granna silfurfesti um hálsinn, en engan giftingarhring á hendinni. Var hún að gera gys að þeim. Svo fór Aðalheiður út úr stofunni, stillt og hæglát eins og hennar var vandi. Frammi í eldhúsinu voru stúlkurnar búnar að koma sér saman um, að þetta væri hreint sú einkennilegasta manneskja, sem þær hefðu séð. — Það er nú skárri frúin, sagði Kara, hún er ekkert betri en ég og mínir líkar. Aðalheiður beit á vörina, hún sagði ekkert, tók ekki þátt í þessu skrafi með stúlkun- um, hvorki til né frá. Hvað varðaði hana um hvað öðrum fannst um ókunnugt fólk? Ekkert hafði hún sagt, en hún fann til leyndrar gleði yfir því, að stúlkunum hennar geðjaðist ekki að ókunnu konunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.