Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 25

Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 25
dvöl Í9 telpa um fermingu. Um kvöldið grét svo konan, af því að maðurinn hennar hafði ekki einu sinni veitt því eftirtekt, að hún var með rautt silkiband um höfuðið. Svo langt var hann kominn burt frá henni. Hún hét að bera bandið aldrei framar. Svo líður aðhausti,þvíaðöllfallegæfin- týri enda fyrr en varir. Það er orðið skugg- sýnt á kvöldin og unga fólkið þorir að týn- ast úr lestinni, þegar gengið er heim af engjunum. Það á sín leyndarmál. Grasið sölnar, elftingin stendur hvít á bökkunum við ána, stjörnm- blika yfir heiðinni á kvöldin. Aðalheiður hefir aldrei hlakkað jafn mikið til haustsins og nú. Og svo er það á sunnudegi, að sagan endar. Frú Aðalheiður er snemma á fót- um og býr sig til brottferðar. Hún ætlar í kaupstaðinn og gerir ekki meir en svo ráð fyrir að koma heim að kvöldi. Hús- bóndinn fer ekki með henni. Hún ríður ein úr hlaði, þögul og svartklædd og gló- bjartar flétturnar leika í mittisstað. Netið á hattinum hennar skyggir örlítið á enn- ið, hatturinn er líka dökkur. Fólkið óskar henni góðrar ferðar. Þegar líður á daginn, byrjar að rigna. Dúfa situr við hljóðfærið í mjúkum inni- skóm, en leikur ekki. Hún hlustar á regn- ið úti. Húsbóndinn lætur fara vel um sig i legubekknum. Hann gefur henni auga öðru hvoru. Kara hefir farið með tvíburana fram í eldhús, svo að þeir trufli ekki sunnudags- kyrrðina og tilvonandi hljóðfæraslátt í stofunni. Eldabuskan hefir fengið sér mið- degislúr. Fleira er ekki heima; kaupa- fólkið í berjaferð. — Það má biðja fyrir sér, að það tíni ekki snígla, í staðinn fyrir ber, segir Dúfa við húsbóndann. Hann kinkar kolli til samþykkis, alvarlegur á svip, eins og hann sé að hugsa eitthvað ógeðfellt. Kannske er hann áhyggjufullur út af elsku konunni sinni, sem fær slæmt veður, á leiðinni í kaupstaðinn? Ekkert líklegra en að slái að henni. Það sýnist full ástæða til að mað- úrinn sé daufur í dálkinn. Dúfa situr einnig hugsandi. Allt i einu snýr hún sér að unga manninum og segir: — Ég sá þarna svolítinn heiðríkjublett uppi. Hann var ekki mikið stærri en ann- að augað í þér, karl minn. Þú hafðir þá einmitt annað þeirra lokað. Það stóð heima. Og Dúfa hló innilega. Jón teygði úr sér í legubekknum og mætti hlæjandi augum hennar. Hann svaraði: — Heldurðu, að það fari nú ekki að hætta að rigna, svo að við getum komið út. Þú sagðir í gær, að þig langaði að eiga mynd af Úlfssteini og birkihríslunum í gil- inu í sunnanvindi. — Sagði ég! Hún svaraði undrandi og brosið var ekki alveg horfið af vörum hennar. — En nú langar mig ekki til þess lengur. Steinninn er grettur og ljótur eins og órakaður karl, og svo er mosa- skeggið óhreint í þokkabót. Ef þú gætir greitt úr því! Húsbóndinn svaraði engu. Hún hélt áfram eftir augnabliks þögn: — Ósköp ertu leiðinlegur. í rigningu á að vera svo skemmtilegt inni. Nú er líka sumarið mitt bráðum liðið. Ég fer að fara heim og kaupa mér andlitsduft, eins og hinar. Það var satt, hún notaði engin fegurð- armeðul og það mátti víst heita nærri einsdæmi á þessari öld. Hún málaði aldrei varir eða augabrúnir, þvoði sér úr grófu sápunni, sem fólkið notaði og stakk heitu andlitinu ofan í kalt þvottavatnið, rétt áð- ur en hún fór að sofa. Það var allur sá tími, sem hún eyddi í snyrtingu, að því við' bættu, að hún hreinsaði á sér neglumar. Hún hafði brúna, slétta húð, sem þoldi sól og blæ. Nú var vangi hennar ekki eins fölur og í vor, þegar hún kom. Húsbóndinn lá kyrr og sló flötum góm- unum á borðplötuna. Hann hugsaði ráð sitt. Honum var það ljóst, að hann unni þessari konu, gat ekki um annað hugsað en hana. Þetta var jafn satt og hitt, að hann var giftur maður, átti elskulegustu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.