Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 29

Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 29
dvöl 23 Ulyrði fylgja. — Það er ekki svo þægilegt, að fara að rífast við manneskju, sem er að fara og kveður svona kumpánlega, enda þótt hún hafi stórmóðgað mann áð- ur, sagði frúin síðar við mann sinn. Og við það sat. Enginn vissi með vissu, hvaða menn þetta voru; síðar fréttist, að það hefðu verið bræður Dúfu. Það lét fólkið sér vel lynda. Þegar hjónin voru háttuð um kvöidið í sátt og samlyndi og börnin sofnuð, sagði Aðalheiður eftir langa þögn: — Ja, ég er nú að vísu ekki mikill mann- þekkjari, en þó sló það mig strax og ég sá þessa konu, að hún væri einhver lauslætis- drós. Að hugsa sér, að hafa ekki einu sinni giftingarhring! Og hvernig hún hagaði sér hér strax fyrsta daginn, bláókunnug, eins °g hún ætti hér allt. En það er auðvitað lærdómsríkt, að kynnast svona fólki, þó að ég biðji guð að forða mér og mlnu heimili frá því aftur. Og aldrei skyldi hún minn- ast einu orði á manninn sinn sálaða, frem- Ur en hann væri ekki til. En það er gott, að við erum þó laus við hana. Er það ekki, góði? Bóndinn lá með hnakkann upp við harðan rúmgaflinn og horfði í ljósið. Úti hamaðist óveðrið og móti glugganum blik- aði einmana stjarna í skýjarofi. Hann hneigði höfuðið til samþykkis því, sem konan var að segja. — Við skulum aldrei minnast á þetta framar, elskan mín. Já, hún var farin, og smátt og smátt fserðist allt í sama horfið aftur. Mynd- irnar tóku á sig alvörusvip, kirkjuorgelið var flutt aftur út í kirkjuna. Aðalheiður gat ekki litið það réttu auga, þar sem það stóð i stofunni. Sólskinið og ferska loftið, sem Dúfa hafði flutt með sér í bæinn, hvarf lika, — ekkert mátti vera eftir, sem minnti á hana og lauslæti hennar. Sum- arið tók hún og með sér. Það fór að kólna. Störin í mýrinni varð bleik, lyngið rautt í fjallahlíðunum. Ló- urnar æfðu unga sína undir hina löngu ferð, sem beið þeirra. Elftingin leit út eins °g hún hefði verið sviðin með járni. Hey- in, sem bændur áttu úti, nýttust illa; um- renningarnir, sem því miður voru ekki með öllu aldauða, spáðu hörðum vetri. Það var eins og gæfan hefði allt í einu flúið sveit- ina og þó ekki með öllu, ef lengra var skyggnzt. Nú var bóndinn í Ási orðinn eins og hver annar venjulegur maður, hann læsti myndavélina inn 1 skáp og hætti að synda í ánni. Þau hjónin unnust hugástum, aldrei meir en nú. Hann fór aftur að gefa gætur að tvíburunum sín- um og sá nú, að þeir höfðu stækkað mikið, áttu hóp af nýjum perlutönnum í munn- inum og gátu sagt mamma á englamáli sínu, svo að yndi var á að hlýða. Hvar hafði faðirinn verið með hugann allt sumarið? Hann mátti þakka sínum sæla fyrir, að slíkir vandræðatímar heyrðu fortíðinni til. Nú heyrðist ekki sungið í stofunni, nema ef Kara tók þar lag á meðan hún þvoði yfir gólfið. Hún renndi sér líka fót- skriðu á ganginum í sinu víða pilsi. Raunar var slíkt þýðingarlaust nú orðið, húsbóndinn var hættur að dást að henni. Þá var ekki heimilið lengur skemmtilegt, hún sá eftir að hafa ráðið sig þar yfir veturinn og hét því að vera ekki lengur en til vorsins. Frúin gæti haft einhverja aðra en hana til að ganga í skítverkin fyrir sig! En vinnufólkið í Ási, sem Dúfa hafði verið hlýleg og góð við, gleymdi henni ekki. Það geymdi um hana fagra minning. Ó- þekkt kom hún og óþekkt fór hún aftur, hún talaði aldrei um sjálfa sig. Fólkið vissi ekki einu sinni, hvað maðurinn henn. ar hafði heitið. Hún minnti á fallegt lag, sem er bara einu sinni sungið, en ómurinn lifir samt lengi á eftir. Það var aldrei tal- að um hana eftir að hún fór, nema f hálfum hljóðum, stúlkurnar höfðu grun um að hún hefði fallið í ónáð. En næsta vor, þegar blærinn strauk um þekjuna eins og mjúk hönd, þegar sólskinið og hvítu skýin yfir heiðinni komu aftur, mundi fólkið, að einmitt svona hafði hún líka komið, með bros í bæinn, — að sunnan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.