Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 32

Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 32
26 DVÖL Yi II1121II Eftir Kalilil Kibi-an Magnús A. Árnason þýddi Þér vinnið, að þér megið verða samstíg við jörðina og við sál jarð- arinnar. Því, að vera iðjulaus, er að vera árstíðunum ókunnur og að stíga út úr skrúðgöngu lífsins, sem geng- ur í tign og stoltri undirgefni á braut óendanleikans. Þegar þér vinnið, eruð þér flauta, sem niður tímans streymir í gegn- um og snýst upp í sönglist. Hver yðar vildi vera sef, mál- laust og þögult, meðan allt annað syngur saman einum tóni? Yður hefir alltaf verið sagt, að vinna væri bölvun og strit ógæfa. En ég segi yður, að þegar þér vinnið, uppfyllið þér þann hluta af fjarstum draumi jarðarinnar, sem yður var tilskilinn, þegar sá draum- ur fæddist. Og með því, að halda yður að vinnu, þá elskið þér í sannleika lífið. Og að elska lífið vegna vinnunn- ar er að vera í trúnaði við innstu leyndardóma lífsins. En ef þér, í sársauka yðar, kall- ið fæðinguna óhamingju og við- hald holdsins bölvun, sem skráð sé á andlit yðar, þá svara ég, að ekkert nema sveiti andlits yðar skal þvo í burtu það, sem þar er skráð. Yður hefir einnig verið sagt, að lífið sé myrkur, og í þreytu yðar bergmálið þér það, sem yður var sagt af þeim þreyttu. Og ég segi, að lífið er vissulega myrkur, nema því fylgi hvöt. En allar hvatir eru blindar, nema þeim fylgi þekking. Og öll þekking er hégómi, nema henni fylgi vinna. Og öll vinna er fánýt, nema henni fylgi ást. En þegar þér vinnið af ást, þá bindist þér sjálfum yður og öðrum, þá bindist þér guði. Og hvað er að vinna af ást? Það er að vefa klæði með ívafi dregnu úr hjarta yðar, rétt eins og elskhugi yðar ætti að bera það klæði. Það er að hlaða hús úr ástúð, rétt eins og elskhugi yðar ætti að búa í því húsi. Það er að sá sæði með viðkvæmni og uppskera það með gleði, rétt eins og elskhugi yðar ætti að eta ávöxt- inn. Það er að magna alla hluti, sem þér búið til, með andardrætti yðar eigin anda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.