Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 48

Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 48
42 D VÖL verra, og á öllum tímum dagsins sáum við þessa útskúfuðu slark- ara sofandi á grasflötunum í þorp- inu, en undir kveldið fór hlaðinn vagn af draugum niður að skipi til að svalla. Allra elztu draugarnir virtust ekki taka neinn þátt í þessu og jafnvel reyndu að halda aftur af hinum, en þeir yngri voru óviðráð- anlegir. Jæja, einn góðan veðurdag, er ég svaf miðdegislúrinn minn, var bar- ið á dyrnar, og var klerkurinn okk- ar kominn þar. Hann var alvarlegur á svipinn, eins og sá, er kemur í ógeðfelldum erindagjörðum. — Ég ætla að skreppa niður eftir og tala við herra Bartholime- us um þennan drykkjuskap í þorp- inu, sagði prestur, og ég vil, að þú komir með mér. Ég gat nú ekki sagt, að mig langaði mikið til að fara, og ég gaf presti í skyn, að þegar öllu væri á botninn hvolft, þá væru þetta ein- ungis draugar, og þess vegna væri þetta ofur saklaust. — Ég ber ábyrgðina á framferði manna, lifandi eða dauðra, og ég ætla að reynast minni köllun trúr, og binda enda á þetta svall, og þú kemur með mér, Jón Símonarson. Presturinn okkar er mjög sann- færandi maður, svo að ég rölti nið- ur eftir með honum. Það fyrsta, sem við sáum, er við komum niður að skipi, var skip- herrann á gangi uppi á þilfari, til þess að viðra sig. Þegar hann sá klerkinn, tók hann mjög virðulega ofan hattinn og hneigði sig, og mér létti við að sjá, að hann bar fulla virðingu fyrir guðsmanninum. — Prestur tók kveðju hans, og ávarp- aði hann svo, alveg ófeiminn. — Mig langar til að fá að tala við þig, herra minii! — Komið þér um borð, herra minn. Komið þið um borð! Það var auðheyrt á málrómnum, að hann gat sér til um erindið. Við klerk- ur stauluðumst upp gamlan kaðal- stiga, og skipherra bauð okkur inn i káetuna með bogagluggunum. Það er sú fallegasta stofa, sem ég hefi komið inn í. Þar var fullt af gull- og silfurmunum, sverð í slíðrum, gimsteinum sett, útskornir eikar- stólar, og skatthol, sem virtust vera að springa utan af eintómum gull- peningum. Jafnvel presturinn varð alveg hissa, og hann hristi höfuð- ið, svona rétt til málamynda, þegar herra Bartholimeus setti fram fyrir okkur á borðið silfurstaup fleyti- full af rommi. Ég smakkaði á mínu, og ég er ekkert feiminn við að segja það, að ég varð alls annars hugar. Rommið það arna var ekki í neinu millibilsástandi, og mér fannst hreint og beint hlægilegt að vera að áfella drengina fyrir það, þótt þeir fengju sér fulloft í glösin af þvílíkum drykk. Það flóði eins og logandi hunang um mig allan. Klerkur fór ekki miklar króka- leiðir með erindið, en ég gaf því ekki mikinn gaum. Ég sötraði rommið og horfði út um glugg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.