Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 50

Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 50
44 D VÖL hurðinni og draga slána fyrir. Það var engu líkara en tvö þrjú kú- gildi af draugum lægju á hurðinni að utan, og vildu fá að komazt í húsaskjólið, svona var hvinurinn i veðrinu. — Þetta er nú meiri stormurinn, sagði veitingamaðurinn um leið og hann hellti í glasið mitt. Ég hefi heyrt, að það hafi fokið reykháfar af tveimur húsum í kvöld. — Það er einkennilegt, hvað þeir eru veðurglöggir, þessir sjómenn, sagði ég. Þegar herra Barthólimeus sagði okkur, að hann mundi leggja af stað í kvöld, þá datt mér í hug, að það þyrfti meira en smálítið golugjálfur til þess að fleyta skút- unni hans alla leið til sjávar; en þetta er líka meira en smágjálfuT, a’ tarna. — Satt er það, mælti veitinga- maðurinn, hann leggur á djúpið í kvöld; og það get ég sagt þér, að þótt hann gyldi laglega leigu fyrir akurblettinn, þá er ég ekki viss um, að það sé neinn missir í honum fyrir okkur Fögruvalla-menn. Ég er á móti því, að okkar heimafólk sé að drekka útlend vín, í stað þess að neyta þess, sem við höfum á boðstólum hér heima fyrir. — Þú átt nú ekki annað eins romm og rommið hans Bartholime- usar, sagði ég ertnislega. Blóðið steig honum til höfuðs- ins, og ég varð hálfsmeykur, en hann jafnaði sig. — Ef að þú hefir komið hingað niður eftir, Jón Símonarson, í þessu óveðri, til þess að fara hér með staðlausa stafi, þá hefðir þú betur setið heima. Ég varð auðvitað að milda karl- inn og hæla romminu hans, og ég veit að Sankti-Pétur telur það ekki mér til úttektar, þótt ég leiddist til að sverja við sáluhjálp mína, að rommið hans væri betra en romm skipherrans míns. En þvílíkt romm hefir aðeins seytlað um tunguræt- ur tveggja dauðlegra manna, sálu- sorgarans okkar og mínar. En að lokum tókst mér að gera hann góðan, og meira að segja fékk ég hann til að opna, eina af sínum spari-rommflöskum til þess að við gætum fyllilega sannfært sjálfa okkur. En þegar við lyftum glösun- um til að skála fyrir ágæti þessa drykkjar, þá litum við forviða hvor á annan og létum síðan glösin á borðið aftur, óhreyfð. Veðurhljóðið hafði breytzt. Stormurinn hafði ýlfrað eins og óðir hundar, en nú heyrðist þýður söngur og mjúkir tónar, líkt og hópur af englum væri að syngja. —- Það er þó vænti ég ekki hún Marta gamla, sagði veitingamað- urinn. Hann átti við langömmu- systur sína, er „hélt til“ uppi í kvistherberginu. Við þutum að dyrunum og opn- uðum þær. Stormurinn þreif hurð- ina úr höndum okkaT, og hand- fangið gekk á kaf í steinvegginn, er hún þeyttist opin. En uppi yfir höfðum okkar skreið skipið áfram með hálfrifuðum seglum. Það var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.