Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 51

Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 51
D VÖL 45 allt upplýst, og á þilfarinu var söngur og dans og við sáum fjölda af þaulkunnugum, heimilisföstum Pögruvalla-draugum meðal hinna glaðværu sjómanna. Það var fyrst morguninn eftir, sem við vissum til fulls hvaða tjón ofviðrið hafði bakað, og þá þótti ekki þakið á svínastíunni minni umtalsvert. Eina bótin var, að það hafði brotnað svo mikið af feyskn- um trjám og skógargreinum, að krakkarnir gátu tínt eldivið til vetrarins. Allflestir draugarnir okkar voru horfnir, og aðeins ör- fáir þeirra komu aftur til baka. Það varð uppvíst, að flestir þeirra höfðu farið með skipinu. En það var ekki nóg með það heldur var hálfvitlaus unglingur horfinn úr þorpinu, og við álitum, að hann hefði annaðhvort stolizt um borð eða ráðið sig á skipið sem hjálpar- kokk af einskærri flónsku. Við vorum lengi að komast aft- ur í jafnvægi. Ungu kvenvofurn- ar höfðu misst piltana sína, og fjöldamargar fjölskyldur söknuðu forfeðra sinna, er ætíð höfðu verið þar til húsa. Og fólkið, sem hæst hafði borið sig upp undan svall- inu í ungu draugunum, kvartaði mest yfir því, að þeir skyldu vera farnir. Ég vorkenndi ekki járn- smiðnum og slátraranum, þótt þeir Þættust sakna drengjanna sinna, en það var átakanlegt að horfa upp á stúlkurnar, sem stóðu undir tajánum á kvöldin og kölluðu á unnustana sína. Mér fannst það í mesta máta óréttlátt, að þær skyldu missa af þeim í annað sinn, þegar vitað var um margar þeirra að þær höfðu hafnað þessa heims lífi og lystisemdum til að geta not- ið þeirra i hinu lífinu, — og svo stukku þeir á brott f'rá öllu sínu. En jafnvel vofurnar geta gleymt, og eftir nokkra mánuði voru flestir búnir að sætta sig við, að strák- arnir væru farnir að fullu og öllu, og allt tók á sig sinn hversdags- lega svip eins og áður. En hvað haldið þið svo að hafi komið fyrir, á að gizka tveimur árum eftir að þetta skeði. Hálf- vitinn, sem stalst á brott með draugaskipinu, kom labbandi eftir veginum frá Portsmouth, og ég hefi aldrei séð aðra eins sjón eins og drenginn þann. Hann var með æfafornt, ryðgað sax bundið við hlið sér með reipisspotta, og hann var tattóveraður um allan skrokk- inn, jafnvel andlitið var allt út flúrað. Hann hélt á smápinkli í hendinni, sem var vafinn innan í rósaklút, og í klútnum voru alla- vega litar skeljar og skartgripir, ásamt nokkrum eldgömlum kopar- peningum, sem enginn gat lesiö á. Og pilturinn gekk beint aö brunn- vindunni hennar móður sinnar, og dró sér drykk af vatni, eins og hann var vanur forðum daga. Það versta var, að hann var alveg jafn heimskur þegar hann kom, eins og hann var áður en hann fór. Hvernig sem við reyndum, var ómögulegt að fá eitt orð af viti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.