Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 56

Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 56
50 D VÖL unum, öllum þörfum þeirra og velferð. Til þess að sýna hve mikil nauðsyn væri að brjóta þennan flokk á bak aftur, var frá því skýrt, hve mörg börn hefðu gerzt upp- vís að brotum síðustu vikurnar. Nú þurfti ekki að vera í vafa um hverjum þessar misgjörðir væru að kenna, enda voru ásak- anir blaðsins studdar með greinargerð frá opinberum starfsmanni. En aðalatriði þessa máls er það, að börnin voru hér notuð sem ikveikja til hins pólitíska báls. Nokkru síðar fóru línurnar að skírast. Þjóðin skipaði sér í tvær fjandsamlegar höfuðfylkingar, sem áttu það eitt sameig- inlegt, samkvæmt málfærslu beggja aðilja, að hvor um sig hafði heilan landráða- flokk innan sinna vébanda. Þeim flokkn- um, sem með völdin fór, var þannig lýst, að hann stefni að því að sökkva landinu í skuldum og stofna þjóðinni í beinan voða gegn erlendum lánardrottnum, að hann gengi að því vitandi vits að drepa allt framtak einstaklinga og herjaði með ránssköttum á alla þá, sem ættu málungi matar, völdin væru byggð á ranglæti og tryggð með ranglæti, jafnvel heilum stofn- unum væri falið það hlutverk, að hlaða undir stéttir og einstaklinga á kostnað annarra. Þó var hinn aðilinn sýnu verri. Því að hann var aðallega studdur af stór- þjófum, fjárglæfra- og arðránsmönnum, og ætlaði hann að brjótast til valda með hverskonar ofbeldi og illum meðulum. Hann ætlaði þegar í stað, ef honum yrði sigurs auðið, að koma sér upp hervaldi til að berja á alþýðunni, enda var hann stað- inn að stórfelldum manndrápafyrirætlun. um, eða illgerðum, sem slíkt mundi af hljótast. Var því lýst, hvernig menn, skelfi- legir útlits, áttu að brjótast inn í hús nafngreindra manna um nætur til þess að varpa þeim í einskonar neðanjarðar hel- viti, sem þá var í smíðum, og skyldi eigi um það hirt, hver afdrif þeirra þar yrði. Til þess að sanna allt þetta var dómstóll settur og tíðindin símuð út um heiminn. Ég skal ekki neitt segja um það, hvað mikið var satt eða logið af öllum þeim brígslum, sem hér hafa verið nefnd, og er þó fátt talið. En hitt veit ég, að þjóð, sem lifir í þvílíkum ófriðareldi, er í miklum háska stödd. Og hér eru það ekki börnin eða auðnuleysingjarnir, sem eiga hlut að máli, heldur áhrifamestu máttarstólpar þjóðfélagsins. Þegar svona er komið, er réttur hins pólitíska andstæðings ekki á marga fiska, enda má svo að orði kveða um þá menn, sem framarlega hafa staðið í eldinum, að þeir hafi hvorki haft lífs- grið né grafarró. í þessu blinda ofstæki skapast sú venja, að aldrei sé tekið undir mál, sem andstæðingur ber fram, og eng- inn maður sé til nokkurs verks eða emb- ættis valinn, nema sá, sem líklegur er til að styðja hið stjórnmálalega trúboð. Hæfi- leikar fá þar engu um þokað, og lærdómur eða sérþekking er skömm og vanæra, enda getur verið að orðstír einhverra höfuð- persóna hins mikla loddaraleiks fari eftir því, hve giftusamlega tekst að snúa sann- leikanum í lygi. Hinum pólitísku kaupahéðnum hefir likt farið og kölska í þjóðsögunum. Þeir hafa boðið mönnum góð boð eins og hann, og fært þeim margt upp í hendur, sem varð- ar veraldlegan hag, eins og hann gerði. Hvorir tveggja krefjast hins sama endur- gjalds, sem er umráðaréttur yfir sálunni, og eru stjórnmálamennirnir þar sizt eftir- bátar kölska. Undan þessu umráðavaldi þarf þjóðin sem allra fyrst að brjótast, því að annars mun rótfestast í landinu flaðr- andi og skríðandi beiningalýður, sem ekk- ert á skylt við frjálsborna menn. V. Ég efast ekki um að séra Páll vilji allt hið bezta fyrir þjóð sína kjósa, og að ádeilur hans séu sprottnar af umbóta- vilja. En mér hefir ekki virzt þær koma í réttan stað niður. Hann sér gruggið i vatninu, en læzt ekki vita hvaðan það er komið. Hann segir, að engum detti í hug, að menningu þjóðarinnar verði nokkru sinni bjargað af síldarvinnufólki, og þá mun það varla verða hinn syndugi lýður Reykjavíkur, sem hann ætlar þetta mikla hlutverk. Nú vil ég spyrja séra Pál: Hver á að bjarga menningu þjóðarinnar? Eru það arftakar hinnar góðu, gömlu sveita- menningar, sem ganga í héraðsskólana og halda þaðan áfram til Reykjavíkur og annarra bæja við' sjóinn? Eða eru það bændurnir, sem standa eftir mannlausir á jörðum sínum, þegar allir eru farnir burt, sem lausbeizlaðir voru? Er það einhver stjórnmálaflokkur, alinn eða óborinn, með tálbeituna og skjallið í annarri hendinni, en róg og útskúfun í hinni? Eða megum vér vænta þess, að prestastéttin og andans mennirnir valdi nýjum straumhvörfum í þjóðlífinu, að ljós andlegs frelsis og manndóms nái til hvers einasta manns, hvort sem hann er vitavörður suður á Reykjanesi eða smali norður á Hólsfjöll- um? Jón Magnússon. Fráfarandi ritstjóri hafði lofað þessari svargrein rúm i Dvöl. Frekari rökræður um þetta mál geta þó ekki orðið í tíma- ritinu. Ritstj.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.