Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 59

Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 59
dvöl 53 svipinn. Ég hefi tekið eftir því sjálf- ur, og ýmsir gamlir hermenn hafa sagt mér það sama, að þegar snögg- ur dauðdagi nálgist einhvern ®ann, þá falli einhver dularfullur skuggi á svip hans, boðberi hins óumflýjanlega hlutskiptis, — eitt- hvað, sem ekki verður skýrt með orðum, og þeir einir skilja, sem hafa séð. „Innan skamms munuð þér heyja“, sagði ég aðvarandi. „Ef til vill, og ef til vill ekki.“ Síðan sneri hann sér að deildar- foringjanum. „Er þessi skammbyssa hlaðin?“ sagði hann. Það kom vandræðasvipur á for- ingjann. Hann sagðist ekki geta fullyrt um það, hvorki til né frá. „Nú er nóg komið, Vulitch,“ sagði einn úr hópnum. „Auðvitað er hún hlaðin. Hún hékk rétt við höfðalag foringjans. Hættu þessari vitleysu fnaður!“ „Já, það er nú meiri vitleysan!“ sagði annar. „Ég veðja fimmtíu á móti einum að hún sé ekki hlaðin“, kallaði sá Þriðji. hað var gengið frá þessu nýja veðmáli. Mér var nú farið að líða hálfilla. „Svona drengir", sagði ég. „Nú iátum við byssuna á sinn stað og förum að sofa“. „Já, alveg rétt, hverju orði sann- ara“, hrópuðu hinir. „Við förum að sofa eins og góðum drengjum sæmir“. „Herrar mínir, má ég biðja ykkur að sitja kyrrir“, sagði Vulitch, og setti hlaupið á skammbyssunni upp að gagnauganu. „Petchorin," sagði hann við mig, „dragðu spil“. Ég dró eitt spil. — Ég man enn, að það var hjartaás. Ég fleygði því upp í loft á borðið, og um leið og það snerti borðplötuna, tók Vulitch í gikkinn á skammbyssunni. Það kom enginn hvellur. „Hamingjunni sé lof“, hrópuðum við. „Hún var ekki hlaðin“. „Við skulum ganga úr skugga um það“, sagði Vulitch. Hann dró aftur upp bóginn og helti nýju íkveikju- púðri í pinnann. Svo miðaði hann á húfu, sem hékk á veggnum og tók í gikkinn. Skotið hlóp úr byss- unni og stofan fylltist af reyk. Við tókum húfuna niður. Kúlan hafði farið í gegnum miðjan kollinn og sat nú í veggnum á bak við. Við urðum orðlausir í bili, en Vulitch sópaði gullpeningunum í vasa sinn og var hinn rólegasti. Nú þurftu allir að láta í ljósi skoðun sína á því.hvers vegna skot- ið hefði ekki hlaupið úr byssunni í fyrra skiptið. Ef til vill hafði pinn- inn verið fullur af óhreinindum. Ef til vill hafði fyrra íkveikjupúðr- ið verið rakt og það síðara þurrt. Engum kom til hugar, að brögð hefðu verið í tafli, því að Vulitch var öllum kunnur að strangasta heiðarleik. Við höfum líka fylgzt með hverri hreyfingu hans frá upphafi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.