Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 62

Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 62
56 D VÖL kvíða vetrinum, leit Sauvage bros- andi til Morissot og mælti: „Hví- lík sýn!“ Og Morissot svaraði í djúpri hrifning, án þess þó að renna augunum af færinu: „Betra en borgarstrætið, finnst þér það ekki?“ — Þegar þeir höfðu þekkt hvorn annan aftur, tókust þeir hressilega í hendur, hrærðir yfir því að mæt- ast er svo ólíkt stóð á fyrir þeim. Sauvage stundi við og tautaði: „Nú gerast tíðindin." Morissot andvarp- aði hryggur í brgaði: „En veðrið! Þetta er fyrsti góði dagurinn á árinu.“ Himininn var í raun réttri heið- ur og blár. Þeir löbbuðu af stað hlið við hlið, daprir og draumlyndir. Morissot hélt áfram: „En veiðin?“ „Ha! Skemmtileg minning það!“ Sauvage spurði: „Hvenær ætli við förum þangað aftur?“ Þeir fóru inn á lítinn veitinga- skála og drukku eitt glas af absinthe. Síðan héldu þeir áfram göngu sinni um göturnar. Morissot nam skyndilega staðar: „Eitt glas enn, ertu til í það?“ Sauvage samþykkti: „Eins og þér þóknast". Og þeir fóru inn til ann- ars vinsala. Þeir voru orðnir hreifir, er þeir sneru þaðan aftur, og sljóir eins og menn verða, er þeir drekka mikið á fastandi maga. Það var hlýtt í veðri. Mild gola lék um andlit þeirra. Sauvage, sem nú var orðinn ölv- aður af hitanum, nam staðar og mælti: „En ef við færum þangað?“ „Þangað hvert?“ „A veiðar." „En hvert?“ „Auðvitað til eyjarinnar okkar góðu. Framverðirnir eru við Colom- bez; ég þekki liðsforingjann; við munum komast greiðlega í gegn. Morissot brann í skinninu: „Ákveðið! Ég er með!“ Og þeir bjuggust til að ná í veiðarfærin. Stundu síðar gengu þeir hlið við hlið. Þeir komu til landsetursins, þar sem liðsforinginn bjó. Hann brosti að bón þeirra og féllst á hug- myndina. Og þeir héldu áfram með vegabréf í hendinni. Brátt fóru þeir yfir framvarðar- línurnar, þá um hina auðu Colom- bez, allt til vínviðarvallanna, er liggja meðfram Signu. Klukkan var um ellefu. Andspænis þeim lá þorpið Argen- teuil og virtist í eyði. Hæðirnar Orgemont og Sannois gnæfðu yfir sveitinni. Sléttlendið mikla, er teygir sig til Nanterre, var autt, alautt; naktir kirsiberjarunnar og jörðin grá. Sauvage benti til fjallanna og tautaði: „Óvinirnir eru þarna efra!“ Og einhver kvíðafull kennd dró þrótt úr vinunum báðum frammi fyrir þessu eyðilega landi. Óvinirnir! Þeir höfðu aldrei séð þá, en þeir höfðu fundið á sér mán- uðum saman, að þeir voru þarna, einhversstaðar kringum París, ó- sýnilegir og alls megandi, að þeir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.