Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 67

Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 67
DVÖL 61 mönnum ætíð pykja vœnt um kveðskap Jóns Þorleifssonar, og kunna að meta hann að verðleikum. Skugginn. Sé ég að úti, oft þá húmið dregur yfir jörð og tunglið kemur við, er þá skuggi ætíð mér við hlið, og okkar beggja er einn og sami vegur. Og aldrei kemst ég undan skugga mínum, sífellt ertu á aðra hlið mér, álfur! Ætli ég sé þá ekki skuggi sjálfur, og líf mitt áþekkt ljósbreytingum þínum? En þó held ég að þokan líði frá þegar skugga hætti ég að mynda, við þá hugsun læt ég mér því lynda: Að ljóst er allt þá skugga ber ei á. Logn og hvassviðri. Lognið, þar sem lífið er letimók í blóma sínum, er varla í draumi veit af sér, vil ég reka úr huga mínum. En logn, sem kemur lífi af, þá lífiff veit af mætti sínum, þekkir sig, og þann sem gaf ¦------- það vil ég eiga í huga mínum. Hvassviðri, sem hvirflar oft hverri værð af stöðvum sínum, rétt til að þeyta ryki á loft, i'ýma vil ég úr huga mínum. En hvassviðri, sem hvild veit af, hvetur menn að störfum sínum, °g vekur margan vilja er svaf, vil ég eiga í huga mínum. Eldar huldir um sig grafa. Eldar huldir um sig grafa, undarlega dafna þeir, þar sem fyrrum fallið hafa fagrir ástarneistar tveir. Ástarneistar oft sem felast og ekki gera nokkurt mein, en framan að manni stundum stelast og streyma gegn um merg og bein. Ef þú vissir af mér núna og þú hefðir gætt að því, að ljósa- þinna- logi brúna lifir huga mínum í. Orðinn þar að einu báli, ekki ræð ég við það hót, en fyndirðu snöggvast mig að máli, mundi gefast raunabót. Efni minna veiku vona vakir í draumi fyrir mér; lífið mitt og lánið svona leikur nú i hendi þér. Eg má þetta vona og vona, varir engar kyssa mig. Tíminn líður svona og svona, sveimar andinn kring um mig. Þú hefir ljós sem lífgað getur líf mitt, eða slökkt það hreint. Þetta hef ég betur og betur bæði fundið, séð og reynt. Því ég hef í huga mínum helgan dóm, að gjöf frá þér. Gættu að, hvort þú i þínum þekkir nokkurn hlut frá mér. Vil ég forðast villustig og vinna fáum ama. En þó að enginn þekki mig, það er mér rétt sama. Þú ert horfin, því er mér þungt um hjartarætur, augað mænir eftir þér alla leið og grætur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.