Dvöl - 01.01.1940, Side 67

Dvöl - 01.01.1940, Side 67
dvöl 61 mönnum œtíð þykja vænt um kveðskap Jóns Þorleifssonar, og kunna að meta hann að verðleikum. Skugginn. Sé ég að' úti, oft þá húmið dregur yfir jörð og tunglið kemur við, er þá skuggi ætíð mér við hlið, og okkar beggja er einn og sami vegur. Og aldrei kemst ég undan skugga mínum, sífellt ertu á aðra hlið mér, álfur! Ætli ég sé þá ekki skuggi sjálfur, og líf mitt áþekkt ljósbreytingum þínum? En þó held ég að þokan líði frá þegar skugga hætti ég að mynda, við þá hugsun læt ég mér þvi lynda: Að ljóst er allt þá skugga ber ei á. Logn og hvassviðri. Lognið, þar sem lífið er letimók í blóma sinum, er varla i draumi veit af sér, vil ég reka úr huga mínum. En logn, sem kemur lífi af, þá lífið veit af mætti sínum, þekkir sig, og þann sem gaf------- það vil ég eiga í huga mínum. Hvassviðri, sem hvirflar oft hverri værð af stöðvum sínum, rétt til að þeyta ryki á loft, lýma vil ég úr huga mínum. En hvassviðri, sem hvíld veit af, hvetur menn að störfum sínum, °g vekur margan vilja er svaf, vil ég eiga í huga mínum. Vil ég forðast villustig og vinna fáum ama. En þó að enginn þekki mig, það er mér rétt sama. Eldar huldir um sig grafa. Eldar huldir um sig grafa, undarlega dafna þeir, þar sem fyrrum fallið hafa fagrir ástarneistar tveir. Ástarneistar oft sem felast og ekki gera nokkurt mein, en framan að manni stundum stelast og streyma gegn um merg og bein. Ef þú vissir af mér núna og þú hefðir gætt að því, að ljósa- þinna- logi brúna lifir huga mínum í. Orðinn þar að einu báli, ekki ræð ég við það hót, en fyndirðu snöggvast mig að máli, mundi gefast raunabót. Efni minna veiku vona vakir í draumi fyrir mér; lífið mitt og lánið svona leikur nú í hendi þér. Eg má þetta vona og vona, varir engar kyssa mig. Tíminn líður svona og svona, sveimar andinn kring um mig. Þú hefir ljós sem lífgað getur líf mitt, eða slökkt það hreint. Þetta hef ég betur og betur bæði fundið, séð og reynt. Því ég hef í huga mínum helgan dóm, að gjöf frá þér. Gættu að, hvort þú í þínum þekkir nokkurn hlut frá mér. Þú ert horfin, því er mér þungt um hjartarætur, augað mænir eftir þér alla leið og grætur.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.