Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 68

Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 68
62 DVÖL Ég sá aftur sveitina mína. Ég sá aftur sveitina mína, hún sendi mér kveSju úr lofti bláu, kunnugir skilja, en engir aðrir orð, sem tala fjöllin háu. Leiðindi. Hjartað titrar, horfi ég á þig, himin, eilífð, mikli geimur! Mér er allur máttur horfinn, Mér er orðinn leiður heimur. Ég sá aftur sveitina mína, söm er hún og verið hefur, unaður frá öllum hliðum utan að mér sig ljúfur vefur. Ég sá aftur sveitina mína, ég sé það líka, hún breytist ekki, hvarvetna mér heilsar fólkið og hundarnir líka, sem ég þekki. Pagra sé ég sveitina mína, sér er hver fjöldinn, ég er hissa. Blika mér eins og blóm á móti blíðar varir til að kyssa. Sannast það um sveitina mína: Seint munu gleymast tryggðir fornar; heilsa mér bæði fjöllin fríðu og fjörðurinn langi, er trauðla þornar. Meðan hauðrið heldur fjöllum og helzt við sær í firðinum langa, veittu sem flestum yndi og unað, af þér skal ei bleSsun ganga. Ástin. Ástin hefir lífinu lagt líkn, sem allar raunir bætir, enginn getur með orðum sagt, hvað ógnarlega sætt hún kætir. Ástin tíðum snarlega snýst, sníður blómin upp og rætir, enginn getur með orðum lýst, hvað ógnarlega sárt hún grætir. Ég vil losast, ég vil fara, ég vil kanna endaleysi. Ég vil ekki eyða nóttum í þér lengur, jarðarhreysi. Hjartað titrar, horfi ég til þín, heilög ást! Þú fær svo á mig. Viltu ekki að mér gæta? Út af lífinu vil ég sjá þig. VaSið. Ofur fátt til yndis ber, ekki er hugurinn glaður, í straumi lífsins eg því er enginn vatnamaður. Hvort ég lognast landi aö, löngu ráðaþrotinn, hef ég ei vit á, hann veit það, sem hittir fyrir mig brotin. Hugboð. Einhvern veginn yfrið fljótt undarlega renna tíðir. Það er komin næstum nótt og nokkuð orðið dimmt um síðir. Einhvern veginn yfrið hljótt að mér berast leiðar fréttir, að dauðans bráðum nálgist nótt, og nóg sé þó að starfa eftir. Stökur. Áraskiptin eru mér einhver vökudraumur, tíminn því á iði er undarlega naumur. Ástin er bæði sæt og sár, suma lífgar, aðra deyðir. Viljirðu forðast vöku og tár, varastu hennar tæpu leiðir. Temdu gæfu, taumnum halt, teygðu hráskinns ólina; gláptu þar á glysið allt, en gleyptu ekki sólina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.