Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 71

Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 71
D VÖL 65 fyrir hnappagöt einvörðungu? SjÖ- tíu krónur, Skálan!“ „Sjötíu krónur!“ hrópaði Skálan. Síðan varð hánn átakanlega stillt- ur og dró fram prentað skjal. „Lít- ið á þetta. Fyrir hœstarétti, 1000 krónur. En það er ekkert. Hérna er annað, áfellisdómur; 1600 krón- ur. Og vitið þér, hvað ég verð að borga í leigu fyrir þessa skrifstofu? Þér munduð aldrei trúa því. Og í morgun, þegar ég varð að mæta fyjrir rétti, var ég svo auralaus, að ég átti ekki fyrir bílfari. Ég varð að ganga; ég varð lika dauðþreytt- ur. Ég get ekki sofið. Það lá á mér eins og mara í nótt: Aumingja Tobías, hugsaði ég. Guð minn góð- ur, hugsaði ég. Guð minn góður, þó ég verði að senda alla aðra til and- skotans, þá skal ég borga Tobíasi". „Ef ég bý til föt“, sagði Tobías, „og sel yður þau á 150 krónur; hvað græði ég á því, má ég spyrja? Að- eins það bezta af öllu er notað í þau. Efnið: sextán, sautján, átján krónur metrinn. Og fyrir mann af yðar stærð, fjórir metrar. Það er einungis efnið, Skálan. Svo er fóðrið að auki; og annað tillegg — óhætt að segja tuttugu krónur. Og starfsfólkið, Skálan, haldið þér að það vinni fyrir ekki neitt? Ég verð að borga jakkaskraddaranum, vestaskraddaranum. Og svo eru opinber gjöld. Ég verð að borga með beinhörðum peningum. En það eina, sem ég fæ, eru loforð. Og jafnvel þó þau væru haldin, hvað hefi ég upp úr því, Skálan?“ „Lítið nú á mig,“ sagði Skálan og bauð honum aðra sígarettu. „Ógóldnar skuldir, ógoldnar skuld- ir; ekkert annað. Vitið þér, hvað mikið ég á útistandandi? 16.000 krónur. Og ég get ekki innheimt. Ég geri það bráðum, en sem stend- ur get ég það ekki“. „Vitið þér hvað?“ sagði Tobías. „Þegar slokknaði á pressujárnsofn- inum í dag, þá var ég svo illa stæður, að ég varð að fá túkall að láni til að láta í gasmælinn. Mér er sama, þó að ég segi yður það; ef ég hefði brotið nálina í saumavél- inni minni, hefði ég ekki getað haldið áfram verki mínu. Nú tala ég við yður eins og maður við mann: hvernig er hægt að halda svona áfram?“ Skálan opnaði skúffu og benti á bunka af bleikum og gulum blöð- um. „Stefnur“, sagði hann, „hvert eitt og einasta“. Tobías andvarpaði raunalega og muldraði í hálfum hljóðum: „Svo þér getið ekki látið mig fá neitt í dag?“ „Á morgun, ég sver það!“ sagði Skálan, „á morgun, að mér heilum og lifandi. Ég er sjálfur að bíða, á glóðum. Komið á morgun klukkan hálf fimm; nei, við skulum segja fimm. Komið á morgun klukkan fimm og þá skal ég láta yður fá 50—60 krónur að minnsta kosti, þó það verði mitt síðasta verk. Sem stendur: lítið á —•“ Hann tók upp tvo fimmeyringa og sveiflaði þeim framan í hann: „Aleigan!“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.