Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 74

Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 74
68 DVÖL og hin svala morgungjóla boðar nýjan dag. Frá „þorpunum sjö“ kemur „fólk friðarins"; hinir herði- breiðu og fótfráu Hopis. Norðan úr eyðimerkurdölum Arizona koma Apacharnir, fræg vígaþjóð frá landnámsdögum hvítra manna, nú friðsamir körfugerðarmenn og hestaprangarar. Frá Taos og Zuni koma Puebloarnir, jarðræktarfólk frá alda öðli. Þeir tala fimm mis- munandi tungumál. Taosamir eru stórvaxnir, fríðir sýnum og höfð- inglegir í limaburði; Tewarnir smá- ir vexti, kátir og vinsamlegir; Querarnir sjálfum sér nógir og ein- þykkir í lund; Zunis frumstæðir og hjátrúarfullir og Hopis friðsamir, en dulir í skapi. Frá Colorado og Utah koma Ute- arnir, er ætíð kunna bezt við sig á hestbaki. Frá Oklahoma koma hinir litklæddu og fjaðurskreyttu Kiowar, Pawneear, Comanchar og Kaws, og frá Suður-Dakota koma hinir hraustu Siouxar. Tíu þúsund Indíánar. Þrjátíu kynkvíslir. Þeir koma gangandi og ríðandi. Þeir koma akandi í hest- vögnum eða bílum. Jörðin dyn- ur af trumbuslagi. Loftið er mettað af ilmandi viðarreyk. Ap- acharnir slá upp bráðabirgðahreys- um. Siouxarnir sofa í sínum reyk- þrungnu topptjöldum, en Navajó- arnir hafa söðulinn fyrir svæfil og stjörnurnar fyrir teppi. Hátíðin hefst með skrúðgöngu gegn um götur bæjarins. Fylkingin er fleiri kílómetrar að lengd. Nava- jóarnir ganga í hvítum brókum og flauelsskyrtum með hömruðu silf- ur- og eirskrauti, perlumóðurbönd- um og skrautskeljum. Kiowarnir með fjaðurkransa um höfuð, erm- ar, ökla og bak, marglitar smá- steinafestar, litlar bjöllur og skrautspegla. Apacharnir, með sín- ar ófrýnilegu dansgrímur, eru í senn hræðilegir og heillandi. Zuni- stúlkurnar ganga með fagurlegu jafnvægi og stór vatnsker á höfð- inu. Næstar eru fiðrildameyjar Hopikynkvíslarinnar með lifandi skrautblóm í sínum uppréttu brúðuhöndum. — Taoa-konurnar ganga í litsterkum klæðum og með svört sjöl. Þær skálma í hvítum dá- dýrastígvélum, en við hlið þeirra ganga eiginmennirnir, hávaxnir og dökkir á hörund og vafðir í hvítar voðir líkt og Arabar. Og áfram heldur skrúðgangan; gangandi, dansandi, hoppandi, gól- andi og syngjandi, — og þó alvar- leg. Þar hringlar í bjöllum og gatan dunar af fótataki þessarar furðu- legu sveitar. En Indíánahátíðin hefir líka sína verzlunarlegu þýðingu. Hún er og markaður fyrir margskonar fram- leiðslu Indíána-kynkvíslanna. í geysistóru tjaldi hanga dýrmætar Navajóaábreiður. Þar eru fagurlega brugðnar körfur og skrautmáluð leirker, hamrað silfur- og eirskraut — dýrmætir og jafnvel heilagir hlutir. Um sólaruppkomu hvers þessara þriggja daga kemur „töfra- maðurinn" og tekur sér bólfestu í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.