Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 79

Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 79
dvöl 73 var í Yalta. En hann komst ekki jafn auðveldlega frá því og þessi. Ég var að fara upp í sporvagn, og rétt í því. .. .“ Kolya talaði hátt og greinilega, svo að þeir, er sátu umhverfis, gætu heyrt til sín. „Ég var að fara upp í sporvagn, og rétt í því....“ Aldurhniginn emtaættismaður, er sat við hina hlið Lizocku, laut að henni brosandi og mælti: „Það er leiðinlegt, að það skuli ekki vera neinir sporvagnar í Yalta.“ Samferðafólkið brosti illkvittnis- lega, og erfiðismaðurinn hló við. Kolya laut höfði og fór að hneppa að sér frakkanum. „Það var ekki sporvagn, heldur hérna, hvað er það nú kallað. .. . “ „Loftbelgur,“ kom utan úr horni. Lizocka hló svo undir tók í vagn- inum. Kolya reyndi að brosa, og sagði í vandræðalegum tón: „Já auðvitað. Ætli að þið stingið ekki næst upp á því, að það hafi verið kafbátur. . . . Ég var að fara UPP í póstvagninn, og þessi náungi gaf mér hrottalegt olnbogaskot. Ætlið þér ekki að biðja fyrirgefn- ingar? sagði ég. Nei, dettur það ekki i hug! Dettur yður það ekki til hug- ar? Nei, ekki til hjartans hugar. Jæja, sagði ég; svo tók ég hann og kastaði honum beint út um glugg- ann, út á gangstéttina. En þeir kröfðust þess að fá tólf rúblur í skaðabætur fyrir glerið, ha, ha, ha.“ hað varð vandræðaleg þögn. Feitur farandsali, er sat and- spænis Kolya, tók að ræskja sig, svo laut hann áfram og spýtti á aðra af hinum gljáandi tám á nýju skónum hans Kolya. Lizocka tók eftir þessu, og hún sá, að Kolya hafði orðið þess var. Kolya sá, að hún hafði veitt þessu eftirtekt, en í stað þess að krefjast afsökunar, beygði hann fæturna undir sætið og hóf máls á nýjan leik, með beiskri röddu. „Það var líka dálítið einkenni- legt, sem kom fyrir mig. .. .“ „Við erum komin alla leið,“ sagði Lizocka og stökk á fætur. „Við verðum að hraða okkur.“ Þau gengu álút og þegjandi á- leiðis til leikhússins. Það var rign- ing. Kolya var fullur sárrar gremju yfir þessari leikhússferð, skónum sínum, Lizocku og sjálfum sér; en gramastur var hann sjálfum sér, þegar til alls kom. Allt í einu heyrðu þau hratt fóta- tak að baki sér. Erfiðismaðurinn, er hafði vakið eftirtekt þeirra í vagninum, var kominn á hlið við þau. Hann gekk fast upp að þeim, og með fyrirlitn- ingarsvip stakk hann fingri í kinn- ina á Kolya. „Það er hvorki í þér blóð né mergur, ræfillinn þinn. Af hverju gafstu honum ekki ærlega á hann? Þú ert bara mömmudrengur og pelabarn." Hann dæsti við og hvarf út í myrkrið. Ofurmagn lítilsvirðingarinnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.