Dvöl - 01.10.1941, Blaðsíða 6

Dvöl - 01.10.1941, Blaðsíða 6
244 DVÖL „Það mun ég líka gera,“ sagði fjandinn, „þegar þau hafa sannað, að þau geta gert eitthvað, sem þú vilt ekki að þau geri.“ „Þú mátt vel treysta því, sem ég segi,“ sagði drottinn. „Auðvitað," sagði fjandinn, en hann tók samt ekki ofan. „Ég hefi sagt þeim, að þau megi ekki eta af skilningstrénu," sagði drottinn. „Það er gott,“ sagði fjandinn, „það eru þau beztu meðmæli, sem eplin geta fengið.“ Það leið heldur ekki á löngu þar til Adam og Eva fóru að eta af eplunum — og þaðan stafar öll sú tannpína, sem til er í heiminum enn þann dag í dag. Því miður fengu mennirnir þar þann fylgi- fisk, sem enginn tannlæknir getur losað þá við. Þeir lærðu. nýtt orð. Sjáið til! Þegar englarnir sáu eitt- hvað verulega fallegt, sem þeir urðu glaðir og þakklátir fyrir, sögðu þeir ævinlega: „Þetta er þitt.“ Þeir áttu auðvitað við, að drottinn ætti það, og það var líka rétt hjá engl- unum, því að drottinn átti alla hluti — í þá daga. En nú heyrðist rödd í garðinum, sem sagði: „Þetta er mitt.“ Það var rödd fjandans. Svo fór Adam til drottins og sagði: „Allt þetta átt þú. Mig langar til þess að eiga eitthvað sjálfur." „Jæja,“ sagði drottinn, „nú fer þú fram á það, sem mér gezt illa að, en ég hefi nú sjálfur skapað þig þannig. Ég hefi skapað þig eftir minni mynd, og þess vegna er það sanngjarnt, að þú eigir líka eitt- hvað sjálfur.“ Það er eftirtektarvert, að drott- inn sneiddi hjá að nota þetta ljóta orð, „mitt“. Svo hringdi hann á voldugan engil og sagði við hann: „Utan við girðinguna er stórt svæði, sem ekki verður notað.“ Það var jörðin. „Vísaðu manninum þangað og segðu við hann: Þetta er þitt, sagði drottinn.“ „Þetta er þitt“ var nú hið heil- aga orð. Það var tilbeiösla, það var lofsöngur. í lofsöng og tilbeiðslu var manninum gefin jörðin. Nú kveður við annan tón. Sjáið til! Svona er drottinn. Hann er ekki ósanngjarn, og hann fyrirbauð mönnunum ekki að snúa við og hvíla sig í Paradís, þegar þeir höfðu unnið sig þreytta á jörðunni. En þarna við hliðið fór allt út um þúfur, því að um leið og Adam var kominn út fyrir, hrópaði hann: „Þetta hérna á ég sjálfur. Það er mitt.“ Það var leiðinlegt, að hann skyldi undir eins koma svona djöf- ullega fram. En verst var að hann lenti í ósátt við engilinn. Það er nú svona, að fólk, sem ekki talar sama tungumál, tortryggir oft hvað ann- að og er fljótt til að snúa út skrápn- um og hafa í hótunum. „Það er alls ekki mitt,“ sagði eng- illinn, „það er þitt.“ Hann átti við drottinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.