Dvöl - 01.10.1941, Blaðsíða 12

Dvöl - 01.10.1941, Blaðsíða 12
250 D VÖL þar nyrðra. Fönn hefur hlaðist á hájökulinn, meiri en sumarið náði að bræða. Eftir nokkur ár kemur þetta fram á skriðjöklunum: Þeir færast í aukana. Úr Drangajökli koma margir skriðjöklar niður í dali og dala- botna, en þrír eru mestir: í Kalda- lóni, Leirufirði og Reykjarfirði á Hornströndum. Allir þessir jöklar hafa færst fram síðustu árin. í vor skrifaði Hallgrimur Jóns- son bóndi á Dynjanda mér, að jök- ullinn í Leirufirði brytist ákaft fram og heyrðust þaðan gífurlegir jökulbrestir heim að Dynjanda. Fjarlægðin er um 10 km. Mér var forvitni á að sjá jökul í framrás, því satt að segja hafði ég aldrei átt þess kost áður, að heitið gæti. Leirufjörður er einn af Jökul- fjörðunum. Svo heitir einu nafni fjarðaklasi mikill, sem skerst inn úr ísafjarðardjúpi norðan Snæ- fjallastrandar og Bjarnarnúps. Leirufjörður endar h. u. b. á móts við Unaðsdal á sunnanverðri Snæ- fjallaströnd. Heitir fjallvegurinn þar á milli Dalsheiði. — Frá botni Leirufjarðar gengur stuttur dalur upp að Drangajökli. Jökulsá all- mikil fellur eftir dalnum og er venjulega nefnd ósinn eða jökul- áin, en ætti eftir venjulegum ör- nefnareglum að heita Leirá, enda er hún leirug. Hún hefir fyllt upp fjarðarbotninn, og er þar útfiri mikið. Upp af firðinum eru lágir og votlendir óshólmar og starar- flæmi. Þar er reiðingsrista allmikil og góð. Er mjög eftir því efni sótzt til skjóls og einangrunar á síðari árum. í hlíðinni norðan við dalinn er eyðibýli, sem Leirá heitir og var í byggð fram yfir aldamót. Lítil bergvatnsá rennur þar með hlíð- inni fyrir neðan túnið. Það er get- gáta mín, að forðum hafi þarna verið farvegur jökulárinnar. Síðan bylti hún sér að suðurhlíð dalsins. Bergvatnslækurinn, sem eftir varð í farveginum,hélt nafninu Leirá,en jökuláin glataði því. Þetta er þver- öfugt við það, sem varð í Fljóts- hlíðinni, þegar hluti af Markar- fljóti lagðist í farveg bergvatnsár- innar Þverár, og fékk nafn hennar. Ég var staddur á ísafirði sunnu- daginn 27. júlí í sumar. Þaðan hélt ég með litlum vélbát fyrir Bjarnar- núp til Grunnavíkur. Þegar bátur- inn nálgaðist lendingu sá ég, að þar var komin myndarleg báta- bryggja, sem ekki var þar áður. Þessa bryggju hafði Jónmundur prestur steypt í vor með sveitung- um sínum og hvergi hlíft sér. Hann stóð sjálfur á bryggjunni og var stoltur af verki sínu. Enda má hann það. Grunnavík er framfarabyggð. Útræði er þar ágætt. Bæði sjósókn og ræktun á landi fer vaxandi með ári hverju. í Grunnavík var staddur Hall- grímur Jónsson, bóndi að Dynj- anda. Ég varð honum samferða yfir Staðarheiði, heim að Dynj- anda, sem stendur innarlega við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.