Dvöl - 01.10.1941, Blaðsíða 13

Dvöl - 01.10.1941, Blaðsíða 13
D VÖL 251 Leirufjörð að sunnan. Þar er tví- býli og fráfærur. Um 70 ær voru 1 kvíum á báðum búunum. Túnið er brattlent, þýft og grýtt. Ræktunar- skilyrði slæm. Á Dynjanda er sím- stöð og vindknúin rafmagnsstöð til hleðslu á rafgeymum og til lýsingar í húsi Hallgríms. Útsýni er fagurt frá Dynjanda. Fyrir miðjum botni Leirudals blasir við hábunga Drangajökuls, 925 m. Þaðan gengur skriðjökullinn niður í botn Leirudals. Allmikil umbrot hafa átt sér stað í jökli þessum, svo að sögur fari af. Sagt er, að bær hafi staðið um miðjan dal að sunnan, er Öldugil hét. Gil með þessu nafni er þar í hlíðinni. í jarðabók Árna Magnús- sonar er sagt, að rústir sjáist af Öldugili (þ. e. 1710) og séu þær rétt hjá jökulsporðinum. En býlið mun hafa farið í eyði á 14. eða 15. öld. Undan Öldugili er jökulalda all- mikil, þvert yfir dalinn. Utan við hana eru grösugar eyrar, innan við hana aurar og eyrar gróðurlitlar. Þorv. Thoroddsen segir, að jökull hafi náð að þessari öldu um 1840/50. En árið 1887, þegar Thoroddsen var þarna á ferð, hafði jökullinn stytzt um röskan km., en lá þó all- langt fram á sléttlendið í botni dalsins. Þorvaldur klappaði þá krossmark á klöpp eina rétt við jökulsporöinn og sést það ennþá. Árið 1931 mældi ég frá merki þessu upp að jökulsporöi. Reyndist það þá 2056 m. Frá 1840/50 til 1931 hefir jökullinn því alls stytzt um 3 km. Eftir 1931 hélt jökullinn áfram að styttast, og var kominn langt upp á hjallana fyrir botni dalsins. Árið 1936 stóð hann alveg í stað, en styttist um 200 m. á næsta ári, og 35 m. árið 1935. En árið 1939 lengdist hann um 540 m., 1940 um 150 m. og i ár um 272 m. Alls hefir hann því lengzt um 960 m. á þremur árum. Þegar jökull er að rvðjast fram, bólgnar hann upp að framan og má með nokkrum rétti líkja honum við regndropa, sem rennur hægt niður eftir gleri. Þegar ég kom að Leirujökli í sumar, var jökulsporðurinn nærri kominn fram á brún á lægsta hjall- anum fyrir botni dalsins, eða h.u.b. að sama stað og 1913, þegar land- mæling var gerð þarna. Sporðurinn var víðast 20—30 m. hár að framan, en við áropið um 60 m. Jökullinn er mjök klofinn að framan. Djúpar sprungur og geilar skipta ísnum í turna og súlur, sem sindra í sól- skininu, en inni í geilunum skiptast á litir frá ljósbláu — grænu — mó- grænu yfir í kolsvart myrkur. Svo er þunginn mikill af skriði jökuls- ins að stórgrýti — Grettistök — sem verða á vegi hans, ýtast saman og mynda fláandi hleðslu, líkt og í hafnargarði. En svo verður mót- staðan of mikil og ísinn þrýstist fram yfir hrúgaldið, eða ísveggur- inn snarast fram yfir sig og hryn- ur. —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.