Dvöl - 01.10.1941, Blaðsíða 18

Dvöl - 01.10.1941, Blaðsíða 18
256 DVÖL l>óiii!iirlijaii í í§kálIiolti Eftir Jónas Jónsson, alþin. Skálholt var annað af tveim andlegum höfuðsetrum íslands frá því ísleifur setti þar biskupsstól og þar til biskupssetur og skóli var lagt þar niður eftir móðuharðindin. Ef íslendingar hefðu á þessu tímabili haft efni og kunnáttu til að reisa stórbyggingar úr steini, myndu enn vera í Skálholti miklar byggingar og nokkrar rústir. Úti í löndum, á meginlandi Evrópu og í Englandi, eru enn til frá þessum tíma sumar allra glæsilegustu byggingar þessara þjóða. En hér á íslandi var byggt úr timbri, torfi og lítt tilhöggnum steini. Þessar byggingar urðu mjög haldlitlar, einkum á Suðurlandi. Rigningar og frost unnu tiltölulega fljótt á torfveggjunum, og torfþökin voru sjaldan alveg held. Timburkirkj- urnar brunnu oftar en góðu hófi gegndi. Ófullkominn ljósaútbúnað- ur í kirkjunum leiddi af sér tíða kirkjubruna. í Skálholti var öldum saman kominn saman meiri auður en á nokkrum öðrum bæ á íslandi. Þar var löngum afar fjölmennt heimili, auk skólapilta. Byggingar voru eftir íslenzkum mælikvarða stór- miklar á þessu biskupssetri. Öld eftir öld sýndu mestu valdamenn íslands skörungsskap sinn í því að byggja þar fagrar höfuðkirkjur og bæjarhús. En nú er þessi dýrð löngu horfin. í Skálholti er enn hin glæsilega útsýn yfir allt Suðurláglendið, með fögrum jökulkransi umhverfis byggðina. Túninu hallar móti suðri niður að Hvítá og Brúará. Beint á móti bænum, í suðurátt, er Vörðu- fell. Árnar liðast um Skálholtsland eins og breiðir silfurstrengir. Heima í Skálholti er nýlegt timb- urhús, klætt bárujárni, eins og flestar eldri timburbyggingar á Suðurlandi. Auk þess fátækleg timburkirkja, meö öllum þeim ein- kennum, sem kirkjur hafa hjá flestum fámennum og fátækum söfnuðum. Að öðru leyti sjást engar menjar í Skálholti eftir átök mann- anna fyrr á tímum, að frátöldum einum mikið notuðum hestasteini. Það situr illa á þeirri kynslóð, sem nú byggir landið, að líta smá- um augum á meðferð forfeðranna á Skálholtsstað. í margar aldir var í Skálholti sú rausn,andleg og fjár- hagsleg, sem þjóðin gat framast veitt. Enginn getur sakað forfeður okkar, þó að fylking þeirra svignaði undan hörmungum Skaftárelda. Þrátt fyrir allt björguðu íslend- ingar lífi sínu og margháttaðri menningu í gegnum orrahríð við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.