Dvöl - 01.10.1941, Blaðsíða 28

Dvöl - 01.10.1941, Blaðsíða 28
266 DVÖL „Auðvitað ekki,“ svaraði Tran- coso. . eða svínin ...“ „Náttúrlega ekki.“ „.. . eða innanstokksmunir.“ „Nei, vitanlega ekki.“ Gamli maðurinn tók andköf, fleira var ekki hægt að undan- skilja. Hvílíkur bölvaður asni gat hann verið! Hvers vegna setti hann ekki upp áttatíu? Konan kallaði hann fábjána, þegar hún heyrði um þetta. „Já, en fjörutíu hefðu verið hreinustu uppgrip, kona!“ „Þá hefðu áttatíu verið tvöfalt betri. Vertu ekki að afsaka þig. Ég hefi ekki ennþá þekkt þann mann í Moreiraættinni, sem ekki hefir verið nautshaus. Þetta liggur í blóðinu; þú getur svo sem ekki gert að því.“ Snöggvast voru þau dálítið fýld. En svo fóru þau að byggja loftkast- ala úr þessum happafeng og gleymdu öllum illindum. Zico notaði tækifærið og fékk loforð um þessi þrjú þúsund, sem hann þurfti í fyrirtækið. Donna Izaura skipti um skoðun gagnvart nýja húsinu. Hún mundi núna eftir öðru. Það stóð við göt- una, sem allar kirkjuskrúðgöng- urnar fóru um; húsið hans Euse- bio Leites. „En það kostar tólf þúsund,“ sagði maður hennar. „En það er miklu betra en hinn hjallurinn. Því er vel fyrir komið, nema svefnherberginu. Mér geðjast ekki að því svona alveg upp undir þakinu. Það er of dimmt.“ „Við getum látið setja á það þak- glugga.“ „Svo þarf að breyta garðinum. í staðinn fyrir hænsnagarðinn.. . “ Þau kepptust við að lagrfæra húsið fram eftir allri nóttu, mál- uðu það og gerðu það að glæsileg- asta borgarbústað. Þau voru rétt að leggja smiðshöggið á verkið og orðin grútsifjuð, þegar Zico barði að dyrum hjá þeim. „Þrjú þúsund verða ekki nóg, pabbi. Ég þarf fimm. Ég gleymdi sköttunum, leigunni og ýmsu öðru smávegis.“ Faðir hans geispaði, lofaði hon- um sex og geispaði svo aftur. En Zilda? Hún sveif á töfraklæði ævintýranna. Lofum henni að svífa áfram. Loks kom að því að hinn örláti kaupandi varð að fara aftur. Hann kvaddi. Honum þótti mjög fyrir því, að geta ekki framlengt hina ánægjulegu dvöl sína, en þvi miður varð hann að fara annað í áríðandi erindagerðum. Líf auðmannsins var ekki jafn sælt og það sýndist fljótt á litið.... Kaupin máttu heita fullgerð; hann skyldi gefa fulln- aðarsvar sitt innan viku. Svo fór hann þá og hafði með sér dálítið af eggjum. Hann var sér- staklega hrifinn af hænsnakyninu þeirra. Hann fór einnig með poka af caras — en það fannst honum taka öllu sælgæti fram. Hann hafði ennfremur með sér /
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.