Dvöl - 01.10.1941, Blaðsíða 37

Dvöl - 01.10.1941, Blaðsíða 37
D VÖL 267 ágætan minjagrip, Rosilho, gló- fexta hestinn hans Moreira, sem var bezti hesturinn á bænum. — Hann hafði hrósað klárnum svo mikið, þegar þeir voru í útreiðun- um, að bónda fannst hann ekki geta verið þekktur fyrir að selja gripinn og gaf honum hann. „Sko,“ sagði Moreira á eftir, „hann er vellauðugur og ungur, lærðari en kandidat og þó svo við- feldinn. Hann er vel uppalinn og er ekki jafn vandfýsinn og þessir labbakútar, sem hafa verið að koma hingað. Uppeldið segir til sín!“ Gamla konan var hrifnust af því, hvað gesturinn var kreddulaus. Að hann skyldi taka með sér egg og caras! Það var svo einstaklega al- þýðlegt! Þau voru öll sammála um kosti gestsins og lofuðu hann hvert á sinn hátt. í heila viku hugsuðu þau ekki um annað en þennan unga auðmann. En vikan leið, án þess að hið þráða svar hans bærist. Svo leið önnur vika og enn önnur. Moreira varð ekki um sel og skrifaöi Tran- coso bréf. Ekkert svar. Þá mundi hann eftir einum kunningja sínum, sem átti heima í sömu borg, skrif- aði honum og bað hann að ganga eftir fullnaðarsvari hjá auðmann- inum. Já, hann skyldi jafnvel slá dálítið af verðinu, léti jörðina á fimmtíu, fjörutíu og fimm eða jafnvel fjörutíu, að meðtöldum nautpeningi og húsgögnum. Kunningin svaraði tafarlaust. Þau voru öll fjögur með áköfum hjartslætti, þegar bréfið var rifið upp. í þessu hversdagslega bréfi voru örlög þeirra skráð. Bréfið var svohljóðandi: „Kæri Moreira! Annað hvort hefi ég misskilið þig eða þú hefir látið leika á þig. Hér býr enginn auðmaður í grennd- inni með nafninu Trancoso Car- valharo. Hér býr Trancosinho, son- ur frú Vevu, kunnari undir nafn- inu Sacatropos. Hann er fantur, sem lifir á hugkvæmni sinni og leikur á fólk, sem ekki þekkir hann. Fyrir skömmu síðan ferðaðist hann um Minas, frá einum búgarði til annars, undir ýmsu yfirskyni. — Stundum þykist hann vera forríkur jarðakaupandi, og dvelur heila viku hjá jarðeiganda og lætur hann slíta sér út á gönguferðum og út- reiðum um landareignina. Hann étur og drekkur það bezta, sem til er, gerir sér dælt við þjónustu- stúlkurnar, heimasæturnar eða hvað sem er. Svo hverfur hann á brott, "rétt þegar allt er að verða klappað og klárt. Hann er blátt áfram furðuverk! Þetta hefir hann leikið mörg hundruð sinnum, og breytt til eftir atvikum. Hann er gefinn fyrir fjölbreytnina, fantur- inn. Ég á ekkert við að koma boði þínu á framfæri, þar sem þetta er eini maðurinn, sem hér býr með þessu eða líku nafni. Mér er sem ég sjái þessa mannleysu kaupa jörð!“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.