Dvöl - 01.10.1941, Blaðsíða 43

Dvöl - 01.10.1941, Blaðsíða 43
D VÖL 281 glumdi eitthvað í eyrum, eins og klukka ómaði innan í kollinum á honum. Blóðið þaut um æðarnar með ofsahraða, og það var líkast því, sem höfuðið á honum væri að bresta í sundur. Hann steinþagði, horfði út í bláinn, þrumu lostinn. Loks rak hann upp hræðilegan hlátur. Gömul kona fór með hann inn í kofa sinn. Hún ætlaði að hlynna að þessum aumkunarverða fáráð- lingi. Hláturinn sljákkaði bráðlega, en lengi mælti hann ekki orð frá vörum. En um nóttina hrökk fólkið í kofanum upp við það, að hann endurtók í sífellu þessi orð: ,,Hvar get ég dáið?“ Nokkrir menn skutu saman aur- um fyrir fórn handa krókódílnum í Tjú-Údjíung, til þess að lækna Seidju, sem þeir hugðu vitskertan. En hann var ekki brjálaður, því að kvöld eitt, þegar bjart var af tungli, reis hann úr bóli sínu og læddist út úr kofanum og tók að leita að staðnum, þar sem hús Ad- indu hafði staðið. Það var örðugt að finna hann, því að þarna höfðu mörg hús hrunið. En með því að gæta, hvernig tunglskinið féll nið- ur á milli trjágreinanna, eins og farmenn miða leið sína við stjörn- ur, fjöll og vita, tókst honum að finna rústina. Hér var staðurinn. Hér bjó Ad- inda. Hann grúfði sig yfir fúnar bam- busrenglur og gamalt rof, er fallið hafði niður, og leitaði þess, er hon- um var hugstæðast. Nokkuð af anddyrinu hékk enn uppi. Þarna hafði Adinda sofið, og þarna var bambus-uglan, sem hún hengdi fötin sín á, er hún gekk til hvílu á kvöldin. Veggirnir voru orðnir að mylsnu. Hann sópaði saman lófafylli af dustinu, þrýsti því að vörum sér og andvarpaði.... • Daginn eftir spui'ði hann gömlu konuna, sem hýsti hann, hvað orðið hefði af gólffjölunum úr korn- skemmunni í húsi Adindu. Gamla konan varð fegnari en frá verði sagt, að heyra hann þó loksins tala af viti og hljóp um allt þorpið að leita að gólffjölunum. Hún vísaði honum svo til nýja eigandans; hann elti hana þegjandi. Þarna var þreskihlerinn. Hann gekk að honum og taldi þrjátíu og tvær skorur. Hann gaf gömlu konunni nóg fé til þess að kaupa uxa og hvarf burt úr Badó. í Tjílangkahan keypti hann bát, og eftir tveggja daga siglingu kom hann til Lampún- eyja. Þar hafði brotizt út uppreisn gegn hollenzku stjórnarvöldunum. Hann gekk þar í hersveit Badó- manna, þótt honum væri það meira í mun að finna Adindu, heldur en að berjast, því að hann var þýð- lyndur og tamara að hryggjast en hata. Dag einn biðu uppreisnarmenn ósigur. Lá þá leið Seidju um eitt þorpið, sem Hollendingar höfðu herjað á, og stóð því í ljósum loga. Seidja vissi, að meginþorri her-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.