Dvöl - 01.10.1941, Blaðsíða 52

Dvöl - 01.10.1941, Blaðsíða 52
290 D VÖL sofandi maður i martroð. Það greip mig einhver ósjálfráður ótti um hana, og ég ákvað að fara til henn- ar. Ég gat ekki staðið á fætur og skreið því áfram á höndum og fót- um. Þótt ég hefði átt mestu auðæfi veraldarinnar, hefði ég viljað gefa þau fyrir að geta nefnt nafn henn- ar. En hvað hét hún? Mér kom það fyrst í hug, eftir að við höfðum kysszt, að ég vissi hvorki nafn hennar né neitt annað um hana. Hún var ein af farþegunum, sem höfðu verið á skipinu, sem fórst. Ég var það líka. Hún gat því varla vitað fullt nafn mitt, nema ef gjaldkerinn eða þjónninn hefði sagt henni það. Jæja, ég skyldi spyrja hana gaumgæfilega að þessu, þegar ég kæmi til hennar. En skyldi ég nokkru sinni komast þangað? Það tók mig margar mín- útur að komast að kistunni. Skip- brotsmennirnir lágu í dvala eða öngviti, algerlega hreyfingarlausir. Ég undraðist, að matsveinninn skyldi líka vera sofnaður. Mig svimaði af áreynslunni. Ég hneig út af og lá góða stund hreyfingar- laus, þar til ég hafði jafnað mig svo, að ég gat haldið áfram. Ég heyrði hvísl. Það var röddin hennar. Ég lyfti höfðinu upp, svo að ég sá yfir kistuna. „Ástin min! Bíddu einn dag enn vegna stúlkunnar, sem elskar þig“. Hægt og hljóðlega drógst ég upp á kistuna. Kraftar mínir uxu við æsinginn, sem ég var kominn í. Ég gægðist niður. Stúlkan sat og hélt öðrum handleggnum um háls matsveinsins. Hár hennar féll laust niður yfir andlit hans. í tunglstairt- unni sá ég, að hinn hræðilegi hrammur hans var lagður um herðar hennar. „Bíddu einn dag enn mín vegna, ástin mín,“ heyrði ég hana hvísla. Svo smokraði hún sér úr örmum hans og skreið í áttina til mín. Ég beið eftir henni. Mig langaði mest til að grípa hana og kasta mér í sjóinn með hana. Löngunin, ofs- inn og hatrið hefðu sennilega gefið mér styrk til þess. „Daðursdrós!“ hvæsti ég. „Ég sá þig kyssa hollenzka djöfulinn. Ég heyrði hvert orð, sem þú sagðir við hann.“ Blóðið steig mér til höfuðs, og ég hneig máttvana niður. Hún skreið til mín og lagði hand- legginn um mig. Ég taeit hana. „Farðu,“ stundi ég veikum rómi, „farðu!“ Nú sá ég fyrstu dagskímuna fjarst úti við sjóndeildarhringinn. Ég var sanfærður um, að þessi ný- lifnaði dagur myndi tainda enda á mitt vesala líf. „Ég varð að gera þetta,“ heyrði ég hana hvísla rétt við eyrað á mér. „Hollendingurinn hefði drepið einhvern ykkar fyrir viku síðan, ef ég hefði ekki þótzt elska hann, til þess að bjarga lífi ykkar. Ég tók hnífinn frá honum, meðan hann hafði krafta til þess að beita hon- um, og kastaði honum í sjóinn.“ „Þú lýgur,“ hvæsti ég. „Griggs vildi deyja til þess að bjarga okkur frá hungurdauða.“ „Já, en ég vakti lífslöngun hans með kossum mínum.“ „Kvensnift!“ Mig langaði til að æpa hátt, en rödd mín varð aðeins stuna. Hún hafði lagt höfuð mitt í kjöltu sína. Þannig lá ég hjálparvana og horfði upp í andlit hennar. Ég fylltist vonzku og reyndi að kalla á hjálp. „Jinks,“ stundi ég, „Jinks!“ „Jinks gerir ekkert fyrir þig,“ sagði hún. „Ég hefi keypt hann til þess með kossum mínum. Ég hefi mútað öllum, sem eru á flekanum,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.