Dvöl - 01.10.1941, Blaðsíða 58

Dvöl - 01.10.1941, Blaðsíða 58
296 DVÖL sjálfur niður í námuna eins og aðr- ir, þegar tímar liðu, af því að hann átti ekki annars úrkostar. Heima var þegar farið að tala um það. „Það er nú ekki langt þangað til Stefán er búinn í skólanum og fer að fylgja föður sínum í námuna. Honum þykir líklega gaman að því að geta farið að vinna sjálfur fyrir peningum.“ Þetta hafði mamma hans sagt. Peningar! Hann vildi heldur svelta en fara niður í námuna. Hvers vegna þurftu þau að fara að tala um þetta strax? Náman var nógu nálægt, þó að ekki væri verið að tala um þetta. Stefán gat ekki einu sinni losnað við námuna í skólanum. Skóla- stjóranum fannst, að drengirnir þyrftu á einhvern hátt að fá undir- búning undir það líf, sem við tæki, þegar skólaveru þeirra væri lokið. Þess vegna flutti hann fyrirlestur með skuggamyndum, sem hann nefndi: „Einn dagur úr lífi námu- mannsins." Hann var nýbúinn að heimsækja námu í fyrsta og ein- asta skiptið á ævi sinni. Jafnóðum og myndirnar birtust á tjaldinu, skýrði hann frá því, hvernig kolin væru höggvin, hvernig þeim væri mokað í kerrurnar og að lokum hvernig þau kæmu upp á yfirborð- ið. Hann sýndi myndir af mönnum, sem lágu á bakinu og hjuggu kol, og hann lýsti hetjudáð þeirra manna, sem hættu til þess lífi sínu að sjá heiminum fyrir kolum. Skólastjóranum fannst sjálfum, að fyrirlesturinn hefði tekizt vel. Drengirnir höf ðu auðsj áanlega hlýtt af athygli á það, sem hann var að segja þeim. Þeir höfðu verið svo þögulir og kyrrlátir. Hann vissi ekki, að þeir höfðu miklu fremur verið svona eftirtektarsamir, til þess að missa ekki af frásagnar- skekkjum hans, en af því að þeir væru hrifnir af þeim fróðleik, sem hann færði þeim. En fyrirlesturinn hafði að minnsta kosti skilið eftir spor hjá einum af drengjunum. Sá lamandi ótti, sem Stefán fann ávallt til, er hann sá námuopið, hafði margfald- azt við það að sjá myndirnar. í fyrstu hafði hann langað til að beina augunum í aðra átt en á tjaldið. En þó hann lokaði augun- um og þrýsti á þau með fingrunum svo að hann gæti ekki séð, þá gat hann ekki komizt hjá að heyra rödd skólastjórans. Þegar hann hlustaði með lokuð augun, sá hann fyrir hugskotssjónum sínum mynd- ir frá námunni, miklu ægilegri myndir en þær, sem á tjaldinu birt- ust. Þess vegna hlustaði hann og horfði á myndirnar. Stefán gekk hægt heim, þegar fyrirlesturin var búinn og kennslu lokið. Hann langaði ekki til þess að vera með hiiium drengjunum í dag. Hann vissi, að þeir vorú að tala um þá stund með stolti, er þeir yrðu nógu gamlir til þess að fara í námuna. Hann hafði aldrei þorað að gera uppskátt um ótta sinn;
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.