Dvöl - 01.10.1941, Blaðsíða 59

Dvöl - 01.10.1941, Blaðsíða 59
D VÖL 297 strákarnir myndu kalla hann „aumingja“. Hann vildi vera einn, en sá þá, að skólastjórinn hafði náð honum og gekk við hlið hans. „Hvernig þóttu þér skuggamynd- irnar og fyrirlesturinn?“ spurði skólastjórinn. „Gott,“ sagði Stefán fálega. Skólastjórinn var vanur þessum stuttu, áhugalausu umsögnum hjá drengjunum, svo að hann hélt á- fram: „Heldurðu ekki, að þú verðir upp með þér, þegar sá dagur kemur, að þú verður einn af hraustu námu- mönnunum okkar, drengur minn?“ Það hefðu verið alltof mikil láta- læti að játa þessu, svo að Stefán yppti aðeins öxlum. Skólastjórinn hélt, að þetta staf- aði af lítillæti og hélt því áfram: „Það er gott lífsstarf, sem maður getur verið stoltur af, drengur minn.“ Hin mikla tilætlunarsemi skóla- stjórans um hugrekki hjá öðrum, snart drenginn illa. Það var næsta auðvelt fyrir skólastjórann að tala svona. Hann þyrfti aldrei að vinna í námu. Orð hans rifu Stefán upp úr hans venjulegu hlédrægni. And- úð hans var áköf og heit, þótt orð hans og látbragð væri hvorugt þróttmikið: „Ég vildi heldur gera ýmislegt annað," svaraði hann í senn hug- aður og hálfsmeykur. Skólastjórinn var ekki undir þetta búinn. Engan drengjanna hafði áður langað til að verða ann- að en námumaður. Hann hafði að minnsta kosti ekki orðið þess var. Hann leit þannig á Stefán að ætla mátti, að hann væri ekki alls kost- ar ánægður með þessa nýbreytni. „Hvað vildir þú gera?“ spurði hann vantrúaður. Það hafði Stefán ekki hugmynd um. Hugmyndin um staðgengil námunnar í lífi hans hafði verið of fjarlæg til þess. Þarna var að- eins náman og ekkert annað. Svo datt honum í hug skólastjórinn, er ekki þurfti að vinna í námunni, svo að hann sagði, án þess að hugsa sig um: „Ég vildi verða kennari, eins og þér, en.... “ Skólastjórinn varð steinhissa, en þetta vakti þó áhuga hans. Hann hrósaði sér af því að vera raunsær og tók þessu strax samkvæmt því. „Þú átt við, að foreldrar þínir hafi ekki efni á þvi að kosta menntun þína þangað til þú ert orðinn tvítugur?" sagði hann góð- lega. Stefán kinkaði kolli. Skólastjórinn þagði nokkrar mín- útur, Svo bætti hann við: „Sums staðar er veitt ódýr eða ókeypis kennsla, eins og þú veizt. Ég skal athuga þetta fyrir þig.“ Daginn eftir kom Stefán heim með nokkra bæklinga, sem f jolluðu um gjafakenrislu. Móðir hans band- aði þeim frá sér umsvifalaust. „Þú kennari! Þú ert þesslegur! Hvers ■ vegna skyldi þig langa til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.